Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vinstri græn álykta að ríkisstjórnarsamstarfið nálgist leiðarlok

Álykt­un þess efn­is að stjórn­ar­sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sé að nálg­ast leið­ar­lok var sam­þykkt, nán­ast samróma, á lands­fundi Vinstri grænna sem lauk í dag.

Vinstri græn álykta að ríkisstjórnarsamstarfið nálgist leiðarlok
Vinstri græn Landsfundur Vinstri grænna fór fram í Safamýri í Reykjavík um helgina. Mynd: Golli

Ályktun um að ríkisstjórnarsamstafi Vinstri grænna við Framsókn og Sjálfstæðisflokk fari senn að ljúka og að ganga þurfi til kosninga með vorinu var samþykkt á síðasta degi landsfundar VG í dag.

Halla Gunnarsdóttir, einn flutningsmaður ályktunarinnar, segir hana hafa verið samþykkta nánast samróma. „Í textanum segir að það séu mjög knýjandi viðfangsefni sem blasa við, þá sérstaklega í efnahags- og húsnæðismálum,“ segir Halla í samtali við Heimildina. „Hægri öflin leiti í of miklum mæli til lausna í leiðum sem færa almannagæði til gróðaaflanna og séu líka að ala á útlendingaandúð, sem gangi gegn stefnu VG.“

Forsenda þess að samstarf stjórnarflokkanna geti haldið áfram sé að takast á við þessi knýjandi verkefni á félagslegum grunni. Halla segir að sér þyki boltinn nú vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. „Að átta sig á eðli vandans – og koma að ríkisstjórnarborðinu með það markmið að leysa hann á þessum forsendum.“

Halla Gunnarsdóttirvar einn flutningsmaður ályktunarinnar.

„Ég er sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Halla. „Hún er skýr á því að þetta samstarf sé komið að leiðarlokum. Og á því að verkefnið núna sé að takast á við efnahagsmálin og húsnæðismálin. Landsfundur VG er skýr á því að það þurfi að takast á við þau á félagslegum grunni. Forysta VG fer nestuð inn í næstu mánuði með það.“ 

Aðspurð vill Halla ekki tjá sig um hvenær verði nákvæmlega gengið til kosninga. Hún segir þó alveg ljóst að ríkisstjórnin muni ekki endast út kjörtímabilið.

Annað flutn­ings­fólk álykt­un­ar­inn­ar voru þau Andrés Skúla­son, Auður Al­fífa Ket­ils­dótt­ir, Ein­ar Ólafs­son, Guðrún Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, Helgi Hlyn­ur Ásgríms­son og Saga Kjart­ans­dótt­ir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár