Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Vinstri græn álykta að ríkisstjórnarsamstarfið nálgist leiðarlok

Álykt­un þess efn­is að stjórn­ar­sam­starf Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sé að nálg­ast leið­ar­lok var sam­þykkt, nán­ast samróma, á lands­fundi Vinstri grænna sem lauk í dag.

Vinstri græn álykta að ríkisstjórnarsamstarfið nálgist leiðarlok
Vinstri græn Landsfundur Vinstri grænna fór fram í Safamýri í Reykjavík um helgina. Mynd: Golli

Ályktun um að ríkisstjórnarsamstafi Vinstri grænna við Framsókn og Sjálfstæðisflokk fari senn að ljúka og að ganga þurfi til kosninga með vorinu var samþykkt á síðasta degi landsfundar VG í dag.

Halla Gunnarsdóttir, einn flutningsmaður ályktunarinnar, segir hana hafa verið samþykkta nánast samróma. „Í textanum segir að það séu mjög knýjandi viðfangsefni sem blasa við, þá sérstaklega í efnahags- og húsnæðismálum,“ segir Halla í samtali við Heimildina. „Hægri öflin leiti í of miklum mæli til lausna í leiðum sem færa almannagæði til gróðaaflanna og séu líka að ala á útlendingaandúð, sem gangi gegn stefnu VG.“

Forsenda þess að samstarf stjórnarflokkanna geti haldið áfram sé að takast á við þessi knýjandi verkefni á félagslegum grunni. Halla segir að sér þyki boltinn nú vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. „Að átta sig á eðli vandans – og koma að ríkisstjórnarborðinu með það markmið að leysa hann á þessum forsendum.“

Halla Gunnarsdóttirvar einn flutningsmaður ályktunarinnar.

„Ég er sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Halla. „Hún er skýr á því að þetta samstarf sé komið að leiðarlokum. Og á því að verkefnið núna sé að takast á við efnahagsmálin og húsnæðismálin. Landsfundur VG er skýr á því að það þurfi að takast á við þau á félagslegum grunni. Forysta VG fer nestuð inn í næstu mánuði með það.“ 

Aðspurð vill Halla ekki tjá sig um hvenær verði nákvæmlega gengið til kosninga. Hún segir þó alveg ljóst að ríkisstjórnin muni ekki endast út kjörtímabilið.

Annað flutn­ings­fólk álykt­un­ar­inn­ar voru þau Andrés Skúla­son, Auður Al­fífa Ket­ils­dótt­ir, Ein­ar Ólafs­son, Guðrún Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, Helgi Hlyn­ur Ásgríms­son og Saga Kjart­ans­dótt­ir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár