Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður með nánast öllum atkvæðum

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hef­ur ver­ið kjör­inn vara­formað­ur Vinstri grænna á ný. Hann hafði ver­ið starf­andi formað­ur eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir lét af embætti.

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður með nánast öllum atkvæðum
Forysta Nýkjörinn varaformaður og nýkjörinn formaður VG á landsfundi flokksins. Mynd: Golli

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hlaut endurkjör í embætti varaformanns Vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar í dag.

Hann hafði verið sitjandi formaður flokksins eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti. Guðmundur bar yfirgnæfandi sigur úr býtum gegn Jódísi Skúladóttur, varaformanni þingflokks Vinstri grænna. Guðmundur Ingi hlaut af 145 atkvæði af 176. Auðir seðlar voru fjórir.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra var einnig kjörinn nýr formaður flokksins á fundinum. Hún var sjálfkjörin.

Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimildina í liðinni viku að hreyfingin þyrfti að leita aftur í ræturnar og skerpa vinstri áherslur sínar. „Við þurfum að fá fleiri til liðs við okkur og fá fleiri og sterkari raddir til að vinna að frekari jöfnuði fyrir fatlað fólk, innflytjendur, láglaunafólk og barnafjölskyldur. Við þurfum að tala fyrir réttindum hinsegin fólks og fyrir náttúrunni.“

Guðmundur Ingi hefur verið varaformaður VG frá árinu 2019, fyrir utan síðustu mánuði, sem hann hefur verið formaður.

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hefur áorkað undir sinni forystu. „Sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, Mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár