Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður með nánast öllum atkvæðum

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, hef­ur ver­ið kjör­inn vara­formað­ur Vinstri grænna á ný. Hann hafði ver­ið starf­andi formað­ur eft­ir að Katrín Jak­obs­dótt­ir lét af embætti.

Guðmundur Ingi kjörinn varaformaður með nánast öllum atkvæðum
Forysta Nýkjörinn varaformaður og nýkjörinn formaður VG á landsfundi flokksins. Mynd: Golli

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hlaut endurkjör í embætti varaformanns Vinstri grænna á landsfundi hreyfingarinnar í dag.

Hann hafði verið sitjandi formaður flokksins eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti. Guðmundur bar yfirgnæfandi sigur úr býtum gegn Jódísi Skúladóttur, varaformanni þingflokks Vinstri grænna. Guðmundur Ingi hlaut af 145 atkvæði af 176. Auðir seðlar voru fjórir.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra var einnig kjörinn nýr formaður flokksins á fundinum. Hún var sjálfkjörin.

Guðmundur Ingi sagði í samtali við Heimildina í liðinni viku að hreyfingin þyrfti að leita aftur í ræturnar og skerpa vinstri áherslur sínar. „Við þurfum að fá fleiri til liðs við okkur og fá fleiri og sterkari raddir til að vinna að frekari jöfnuði fyrir fatlað fólk, innflytjendur, láglaunafólk og barnafjölskyldur. Við þurfum að tala fyrir réttindum hinsegin fólks og fyrir náttúrunni.“

Guðmundur Ingi hefur verið varaformaður VG frá árinu 2019, fyrir utan síðustu mánuði, sem hann hefur verið formaður.

Hann segist stoltur af mörgu sem VG hefur áorkað undir sinni forystu. „Sérstaklega fjölmörgum mikilvægum þingmálum sem við kláruðum í vor, eins og breytingum á örorkulífeyriskerfinu, Mannréttindastofnun og fjölmörgum kjarasamningstengdum málum sem auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár