Íris Dögg Guðjónsdóttir hefur verið forstöðumaður hjúkrunar á Skjóli síðastliðin þrjú ár. Áður var hún deildarstjóri á Eir en hún hóf störf sem sumarstarfsmaður í umönnun þegar hún var 17 ára gömul. Starfsumhverfið heillaði. „Ég er búin að vinna á hjúkrunarheimilum alveg ótrúlega lengi, í yfir 20 ár. Ég byrjaði sem ófaglærð og svo bara festist ég. Þetta er svo gefandi starf og skemmtilegt. Ég lærði sjúkraliðann og hélt svo áfram í hjúkrunarfræðina. Ég ætlaði mér aldrei að staldra við þarna en svo bara gerðist það.“
Yfir helmingur starfsfólks á Skjóli er af erlendum uppruna. Konur eru sömuleiðis í miklum meirihluta en karlmönnum í umönnunarstörfum fer fjölgandi. Íris tekur undir orð Ingu Láru Ólafsdóttur, mannauðsráðgjafa hjá Landspítala, sem sagði í samtali við Heimildina í síðasta mánuði að spítalinn geti ekki án erlenda starfsfólksins verið. Það sama eigi …
Athugasemdir