Stjörnuegg ehf., stærsti eggjaframleiðandi á Íslandi, hefur um hríð stefnt á að auka framleiðslu sína verulega. Helsta uppbyggingin er áformuð að Vallá á Kjalarnesi og hefur endurnýjun búnaðar og stækkun þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Í febrúar síðastliðnum samþykkti svo borgarráð Reykjavíkur tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár. Í breytingunni felst að fjölga stæðum fyrir fugla í húsunum.
„Rekstraraðili skal halda lyktarmengun frá búinu í lágmarki“
Fyrirtækið sótti í kjölfarið um nýtt starfsleyfi til Umhverfisstofnunar og samkvæmt tillögu að því, sem nú er auglýst á vef stofnunarinnar, yrði heimilt að fjölga hænum úr 50 þúsund í 75 þúsund að Vallá. Þá yrði enn fremur heimilt að auka starfsemina í allt að 95 þúsund fugla eftir tveggja ára reynslutíma og að undangengnu formlegu samþykki Umhverfisstofnunar. Það yrði tæplega tvöföldun á starfseminni.
Þetta segir þó ekki alla söguna um umfang starfsemi Stjörnueggja …
Athugasemdir