Stærsta eggjabúið vill nær tvöfalda starfsemi

Varp­hæn­ur að Vallá á Kjal­ar­nesi gætu orð­ið 95 þús­und á hverj­um tíma í stað 50 þús­und nú sam­kvæmt til­lögu að starfs­leyfi til handa Stjörnu­eggj­um ehf. Þar með yrði bú­ið ekki að­eins það stærsta á land­inu held­ur það lang­stærsta.

Stærsta eggjabúið vill nær tvöfalda starfsemi
Dýrin Hænur fara að verpa nokkurra mánaða gamlar en við eins og hálfs árs aldurinn fer að draga úr varpi. Þá er þeim fargað og nýjar látnar taka við. Eggjaframleiðsla á Íslandi nam tæplega 4.000 tonnum árið 2022. Hagnaður Stjörnueggja var rúmlega hálfur milljarður í fyrra. Mynd: EPA

Stjörnuegg ehf., stærsti eggjaframleiðandi á Íslandi, hefur um hríð stefnt á að auka framleiðslu sína verulega. Helsta uppbyggingin er áformuð að Vallá á Kjalarnesi og hefur endurnýjun búnaðar og stækkun þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Í febrúar síðastliðnum samþykkti svo borgarráð Reykjavíkur tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár. Í breytingunni felst að fjölga stæðum fyrir fugla í húsunum.

„Rekstraraðili skal halda lyktarmengun frá búinu í lágmarki“
Úr tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi Stjörnueggja ehf.

Fyrirtækið sótti í kjölfarið um nýtt starfsleyfi til Umhverfisstofnunar og samkvæmt tillögu að því, sem nú er auglýst á vef stofnunarinnar, yrði heimilt að fjölga hænum úr 50 þúsund í 75 þúsund að Vallá. Þá yrði enn fremur heimilt að auka starfsemina í allt að 95 þúsund fugla eftir tveggja ára reynslutíma og að undangengnu formlegu samþykki Umhverfisstofnunar. Það yrði tæplega tvöföldun á starfseminni.

Þetta segir þó ekki alla söguna um umfang starfsemi Stjörnueggja …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár