Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Líður best í skugganum

John Gustaf­son hef­ur ferð­ast heil­mik­ið en líð­ur best í skugg­an­um. „Þar er meiri frið­ur.“

Líður best í skugganum
„Djonn“ John Gustafson, eða „Djonn“ eins og íslenskukennarinn hans skrifaði hefur ferðast mikið, innan- og utanlands, en líður best í skugganum þar sem er meiri friður. Mynd: Heimildin

Ég er að bíða eftir vinkonu minni, ætla að fara með hana í mat á Búlluna. Hún er barnabarn þeirra sem eiga þetta hús hérna á Bárugötunni. Hún heitir Askja, hún verður 17 ára í janúar. Ég sinni henni dálítið mikið. Ég er búinn að leggja dálítið mikla vinnu í þessa stelpu, hún er helvíti klár og góð sko, spilar í lúðrasveit, kennir yngri krökkum á klarínett og fimleika og er voðalega aktíf í MH. Ég á engin barnabörn en ég er búin að passa hana síðan hún var tveggja daga gömul. Á ég mikið í henni? Já og nei, kannski. Ég ætla að nota tækifærið og umgangast hana sem mest núna af því að það fer að líða að því að hún hefur minna samneyti, það bara fylgir unglingunum. Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.

„Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.“

Ég er búinn að vera heppinn, ég hef ferðast heilmikið, bæði innanlands og utan. Búinn að sjá mjög mikið af Íslandi en ég er eiginlega hættur að ferðast núna, ég er orðinn slæmur í hægra hnénu, ég labba ekki eins og ég gerði. Ég myndi segja að mitt líf hafi verið ósköp venjulegt, ég vildi hafa það svoleiðis. Mér líður eiginlega best í skugganum. Þar er meiri friður. Ég byrjaði að fara á vesturstrandirnar '72, þá var enginn þarna, þá gastu labbað í tvær, þrjár vikur og rakst ekki á neitt nema refi. Síðast þegar ég fór þarna var þetta hálfpartinn eins og að fara Laugaveginn, allt of mikið af fólki. Sama með Lónsöræfi, ég hef ferðast mikið þar.

Ég myndi vilja fá að sofa í stóra píramídanum í Egyptalandi, en það þykir mér frekar mjög svo ólíklegt. Það er læst á næturnar og það eru verðir þar, þú þarft örugglega að múta þeim með þó nokkuð miklum pening til þess að það myndi ske. En já, ég myndi þrælfíla það, held ég.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár