Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristjana verður aðstoðarmaður ráðherra

Fjöl­miðla­kon­an Kristjana Arn­ars­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in að­stoð­ar­mað­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, mennta- og barna­mála­ráð­herra.

Kristjana verður aðstoðarmaður ráðherra

Kristjana Arnarsdóttir fjölmiðlakona hóf í dag störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra. Hún mun starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem þegar er aðstoðarmaður Ásmundar Einars. 

Þetta segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Kristjana er landsmönnum mörgum þekkt fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi síðastliðin átta ár. Stýrði hún meðal annars spurningakeppninni Gettu betur árin 2019-2023 og þáttunum Er þetta frétt? 

Hún er menntuð í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og lauk MSc-prófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Eftir rúm átta frábær ár á RÚV er komið að nýjum kafla,“ skrifar Kristjana á Facebook-síðu sína. Hún segist hlakka mikið til að setja sig inn í störf Ásmundar.

„Enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár