Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristjana verður aðstoðarmaður ráðherra

Fjöl­miðla­kon­an Kristjana Arn­ars­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in að­stoð­ar­mað­ur Ásmund­ar Ein­ars Daða­son­ar, mennta- og barna­mála­ráð­herra.

Kristjana verður aðstoðarmaður ráðherra

Kristjana Arnarsdóttir fjölmiðlakona hóf í dag störf sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra. Hún mun starfa ásamt Teiti Erlingssyni, sem þegar er aðstoðarmaður Ásmundar Einars. 

Þetta segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Kristjana er landsmönnum mörgum þekkt fyrir störf sín hjá Ríkisútvarpinu, þar sem hún hefur starfað sem íþróttafréttamaður og þáttastjórnandi síðastliðin átta ár. Stýrði hún meðal annars spurningakeppninni Gettu betur árin 2019-2023 og þáttunum Er þetta frétt? 

Hún er menntuð í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og lauk MSc-prófi í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Eftir rúm átta frábær ár á RÚV er komið að nýjum kafla,“ skrifar Kristjana á Facebook-síðu sína. Hún segist hlakka mikið til að setja sig inn í störf Ásmundar.

„Enda eru málefnin sem heyra undir ráðuneytið mér afar hugleikin. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að halda áfram að tryggja betra samfélag fyrir öll börnin okkar, efla íslenskt …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár