Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í vikunni að vinna áfram að skipulagningu svæðis við Sóleyjarrima í Grafarvogi á grundvelli tillögu frá arkitektastofunni ESJU, en tillagan þaðan var ein af þremur tillögum sem valnefnd tók til athugunar eftir að Reykjavíkurborg auglýsti hugmyndaleit um skipulag svæðisins.
Um er ræða nokkuð stórt grænt svæði í næsta nágrenni við Rimaskóla, sem borgin hefur í hyggju að nýta undir íbúabyggð, með áherslu á litlar íbúðir. Fyrr á árinu boðuðu borgaryfirvöld að stefnt væri að þéttingu byggðar í Grafarvogi, þar sem allt að 500 íbúðir gætu risið á nýjum byggingarreitum innan eldri byggðar. Horft hefur verið til uppbyggingar 65-96 íbúða á þessum tiltekna stað. Það hefur lagst misjafnlega í nágrannana, en hátt í átta hundruð manns skrifuðu undir undirskriftalista gegn uppbyggingu á reitnum.
Samkvæmt tillögu ESJU er áformað að reitnum verði skipt upp …
Athugasemdir