Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vantar kafla um náttúruvá vegna Coda Terminal

Veð­ur­stofa Ís­lands seg­ir það svæði sem Coda Term­inal, nið­ur­dæl­ing­ar­verk­efni Car­bfix við Straums­vík, er áform­að á standa á sögu­legu hrauni frá eld­stöðva­kerfi Krýsu­vík­ur og minn­ir á að gosskeið sé haf­ið á Reykja­nesskaga.

Vantar kafla um náttúruvá vegna Coda Terminal
Skýli Á hverjum borteig yrði skýli, um 40 fermetrar á stærð. Mynd: Carbfix

Það er mat Veðurstofu Íslands að kafla um náttúruvá vanti í tillögu að deiliskipulagi lóða sem niðurdælingarverkefni Carbfix, Coda Terminal, yrði á í Hafnarfirði. Svæðið sem er til umræðu er á Kapelluhrauni, sögulegu hrauni frá eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, rifjar Veðurstofan upp í umsögn sinni um deiliskipulagstillöguna. „Þar sem gosskeið er hafið á Reykjanesskaganum er enn mikilvægara að hafa hrauna- og eldgosavá í huga þegar kemur að skipulagsmálum, þrátt fyrir að Krýsuvík sýni ekki merki um kvikusöfnun akkúrat núna.“

Veðurstofan leiðir nú verkefni um áhættumat fyrir Reykjanesskagann í heild sem á að klárast á fyrri hluta árs 2026, en innan þess verkefnis er höfuðborgarsvæðið í forgangi. Gert er ráð fyrir að mat á hraunavá verði tilbúið fyrir höfuðborgarsvæðið á næstu 12 mánuðum.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í júní að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 3 sem og nýtt deiliskipulag í sunnanverðu Kapelluhrauni fyrir borteiga vegna Coda Terminal. Samkvæmt breytingunni stækkar skipulagssvæðið, lóðir eru sameinaðar og fleirum bætt við. Samkvæmt tillögunum yrði heimilt að hafa borteiga með öllu því sem til þarf til niðurdælingar CO2 í jarðlög á svæðinu. Á borteigum yrði CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin þar sem það steingerist.

Á hverjum teig yrðu allt að átta niðurdælingarholur ásamt 2–4 vatnstökuholum. Heimilt er að byggja eina þjónustubyggingu á hverri lóð, áætluð stærð er um 150 fermetrar og veðurskýli yfir hverja borholu og er áætluð stærð hvers skýlis um 40 fermetrar.

Samhliða deiliskipulagstillögum er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. 

Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 10. október.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár