Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Vantar kafla um náttúruvá vegna Coda Terminal

Veð­ur­stofa Ís­lands seg­ir það svæði sem Coda Term­inal, nið­ur­dæl­ing­ar­verk­efni Car­bfix við Straums­vík, er áform­að á standa á sögu­legu hrauni frá eld­stöðva­kerfi Krýsu­vík­ur og minn­ir á að gosskeið sé haf­ið á Reykja­nesskaga.

Vantar kafla um náttúruvá vegna Coda Terminal
Skýli Á hverjum borteig yrði skýli, um 40 fermetrar á stærð. Mynd: Carbfix

Það er mat Veðurstofu Íslands að kafla um náttúruvá vanti í tillögu að deiliskipulagi lóða sem niðurdælingarverkefni Carbfix, Coda Terminal, yrði á í Hafnarfirði. Svæðið sem er til umræðu er á Kapelluhrauni, sögulegu hrauni frá eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, rifjar Veðurstofan upp í umsögn sinni um deiliskipulagstillöguna. „Þar sem gosskeið er hafið á Reykjanesskaganum er enn mikilvægara að hafa hrauna- og eldgosavá í huga þegar kemur að skipulagsmálum, þrátt fyrir að Krýsuvík sýni ekki merki um kvikusöfnun akkúrat núna.“

Veðurstofan leiðir nú verkefni um áhættumat fyrir Reykjanesskagann í heild sem á að klárast á fyrri hluta árs 2026, en innan þess verkefnis er höfuðborgarsvæðið í forgangi. Gert er ráð fyrir að mat á hraunavá verði tilbúið fyrir höfuðborgarsvæðið á næstu 12 mánuðum.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í júní að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 3 sem og nýtt deiliskipulag í sunnanverðu Kapelluhrauni fyrir borteiga vegna Coda Terminal. Samkvæmt breytingunni stækkar skipulagssvæðið, lóðir eru sameinaðar og fleirum bætt við. Samkvæmt tillögunum yrði heimilt að hafa borteiga með öllu því sem til þarf til niðurdælingar CO2 í jarðlög á svæðinu. Á borteigum yrði CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin þar sem það steingerist.

Á hverjum teig yrðu allt að átta niðurdælingarholur ásamt 2–4 vatnstökuholum. Heimilt er að byggja eina þjónustubyggingu á hverri lóð, áætluð stærð er um 150 fermetrar og veðurskýli yfir hverja borholu og er áætluð stærð hvers skýlis um 40 fermetrar.

Samhliða deiliskipulagstillögum er gerð tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. 

Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 10. október.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
5
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.
Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár