Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Rispur í lakkinu

Í splunku­nýrri danskri bók er fjall­að um sam­skipti dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar við stjórn nas­ista í Þýskalandi í að­drag­anda heims­styrj­ald­ar­inn­ar síð­ari. Höf­und­ur­inn seg­ir þessi sam­skipti hjúp­uð leynd og vill að Frið­rik kon­ung­ur heim­ili að­gang að dag­bók­um Kristjáns X frá þess­um tíma.

Ridser i lakken (undirtitill: kongehusets forbindelser til Hitlers Tyskland) er nafnið á bók danska rithöfundarins og blaðamannsins Peter Kramer. Bókin kom út 18. september síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli. Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefni bókarinnar samskipti konungsfjölskyldunnar við þýska ráðamenn á fjórða áratug síðustu aldar, eftir að nasistar komust þar til valda. Kristján X (1870–1947) var þjóðhöfðingi Danmerkur á þessum árum (kóngur frá 1912–1947) og hann hélt ítarlegar og nákvæmar dagbækur. Þær eru varðveittar á danska Ríkisskjalasafninu og ekki aðgengilegar almenningi nema með sérstöku leyfi.

Safn dagbóka Kristjáns X er mikið að vöxtum og gullnáma fyrir fræðimenn, eins og einn danskur sagnfræðingur komst að orði. Konungurinn í samráði við Ríkisskjalasafnið ákveður reglur um aðgang að bókunum og óhætt er að segja að þar fái færri en vilja, því frá árinu 2009 hafa innan við 20 fræðimenn fengið leyfi til að skoða tilteknar bækur, eða hluta þeirra. Ríkisskjalasafnið hefur ekki upplýst hverjir hinir útvöldu eru, eins og danskur fjölmiðill orðaði það.

Ekki hættulaus æpandi hávaðabelgur

Á árunum 1922 og 1923 tók blaðamaður Aarhuus Stiftstidende (í daglegu tali Stiften) tvisvar sinnum viðtöl við Adolf Hitler (1889–1945) sem þá var að hasla sér völl á hinum pólitíska vettvangi. Viðtölin voru tekin á ölstofunni Bürgerbraükeller í München, einum helsta fundarstað Hitlers og félaga hans.

Fyrirsögnin á fyrra viðtalinu í nóvember 1922 var „Et besøg hos den bayerske Mussolini“. Það fyrsta sem Hitler sagði á fundinum með blaðamanninum var „Eruð þér gyðingur?“ Blaðamaðurinn svaraði að hann væri kominn til að taka viðtal en ekki til að ræða ættfræði. ,,Skandinavískir gyðingar eru í mínum augum jafnógeðfelldir og þýskir gyðingar“ sagði Hitler. Hann féllst þó á að hitta blaðamanninn aftur daginn eftir, í höfuðstöðvum nasista. Í viðtalinu lét hann þung orð falla um gyðinga, bolsévíka og Weimar-lýðveldið. „Við viljum losa okkur við þetta pakk (Gesindel),“ sagði Hitler.

,„Eruð þér gyðingur?“
Þannig spurði Hitler blaðamann Stiften á ölstofu í München árið 1922.

Í febrúar árið 1923 hitti blaðamaður Stiften Hitler öðru sinni og þar útskýrði hann stefnu sína og framtíðarsýn. „Við þurfum að greina á milli þess sem er þýskt og hins sem er ekki þýskt. Og því sem er ekki þýskt þarf að útrýma. Það sem er ekki þýskt eru fyrst og fremst gyðingarnir.“

Blaðamaður Stiften sagði í umfjöllun sinni að Hitler væri hættulegur maður, ekki hættulaus hávaðabelgur. Og blaðamaðurinn bætti við, „ef hann verður ekki gerður óskaðlegur (hvis han ikke uskadeliggøres) hefur það í för með sér mikla hættu fyrir þýska ríkið, og hver veit, kannski nágrannalöndin“. Þetta var 10 árum áður en Hitler varð kanslari og þá kom í ljós, eins og blaðamaðurinn hafði sagt, Hitler var síður en svo hættulaus æpandi hávaðabelgur.  

Heimsótti Hitler

Þótt margir hafi séð hvert stefndi eftir að Hitler varð ríkiskanslari og allsráðandi í Þýskalandi og óttast hið versta gilti það ekki um Kristján X og marga háttsetta embættis- og stjórnmálamenn í Danmörku, þeir sneru blinda auganu að.

Viku eftir valdatöku Hitlers árið 1933 fóru Kristján X og Alexandrine drottning til Berlínar. Þar sat konungur fund með Paul von Hindenburg (1847–1934) sem hafði átt stóran hlut í að koma Hitler til valda. Ekki er vitað hvað konungi og Hindenburg fór í milli en fundurinn stóð í hálfa klukkustund. Í bók Peter Kramer kemur fram, sem ekki fór leynt, að margir úr fjölskyldu Kristjáns X studdu Hitler, Cecilie, systir Alexandrine drottningar og Wilhelm, maður hennar, studdu Hitler og dönsku konungshjónin voru tíðir gestir hjá þeim í Þýskalandi.

Árið 1934 fóru dönsku konungshjónin öðru sinni til Berlínar, ætlunin var að konungur myndi eiga fund með Hitler. Peter Kramer telur að sá fundur hafi verið að undirlagi konungs. Konungshjónin komu til Berlínar að morgni 7. febrúar og síðar sama dag hittust þeir Hitler og Kristján X á Hotel Adlon, þar sem konungshjónin bjuggu og ræddu saman í um hálfa klukkustund. Engin gögn eru til um hvað var rætt en Herluf Zahle, sendifulltrúi Dana í Berlín, sagði í stuttri tilkynningu að „fundurinn hefði farið vel fram“. 

Hitler á leið til fundar með Kristjáni XHöfundur bókarinnar Rispur í lakkinu vill að Friðrik konungur heimili aðgang að dagbókum Kristjáns X frá þessum tíma.

Þess má geta að fleiri úr dönsku konungsfjölskyldunni lögðu leið sína til Þýskalands á árunum fyrir stríð. Friðrik IX, sem þá var krónprins, og Ingiríður krónprinsessa fóru þangað oftar en einu sinni, meðal annars til Bayreuth til að sjá sýningar í Óperunni. Alexandrine drottning fór sömuleiðis margoft í Óperuhúsið.

Þýsk fyrirmenni lögðu líka leið sína til Danmerkur, í þeim efnum ber hæst heimsókn Hermanns Göring árið 1938. Göring (1893–1946) var um árabil nánasti samstarfsmaður Hitlers og staðgengill hans við ýmsar athafnir og viðburði.

Umdeildur fundur konungs með Hitler

Hinn 15. mars 1937 komu dönsku konungshjónin til Berlínar, það var þeirra fjórða heimsókn þangað eftir að Hitler komst til valda. Zahle sendifulltrúi tók á móti hjónunum en Alexandrine fór síðan með systur sinni heim til þeirrar síðarnefndu. Fulltrúi í þýska utanríkisráðuneytinu sótti konunginn og hann kom á sérsmíðuðum Mercedes Benz, sem hafði verið eign Paul von Hindenburg, og var sagður glæsilegasti bíll sem til var í Þýskalandi. Svo hátt var til lofts í farþegarýminu að konungur, sem var 2.01  metri á hæð, þurfti ekki að taka ofan sinn háa hatt. Á lítilli fánastöng á frambrettinu blakti danski fáninn, Dannebrog.

Ekið var í lögreglufylgd til kanslarahallarinnar í Wilhelmstrasse þar sem lífvörður Hitlers stóð heiðursvörð.  Foringinn tók á móti konungi í vinnuherbergi sínu og þeir ræddust við í 20 mínútur, engir aðrir voru viðstaddir. Að fundinum loknum fylgdi Hitler konungi til dyra. Zahle sendifulltrúi og aðrir danskir embættismenn kölluðu þennan fund „kurteisisheimsókn“.

Hreint ekki kurteisisheimsókn

Fréttamaður Jótlandspóstsins í Berlín sagði að fundur Kristjáns X með Hitler hefði ekki verið nein kurteisisheimsókn, hún hefði verið af pólitískum toga. André Geraud, virtur blaðamaður og  ritstjóri erlendra frétta hjá franska dagblaðinu L ´Echo de Paris, skrifaði: „Samkvæmt tilkynningu frá Berlín segir að Adolf Hitler, sem í gær fékk danska kónginn í heimsókn, hefði lagt til samkomulag um að löndin tvö færu ekki í stríð hvort gegn öðru (ikke-angrebspagt). Danmörk var fimmta landið sem Þjóðverjar höfðu boðið slíkt.

Sendifulltrúar Dana í Berlín harðneituðu að nokkurt slíkt samkomulag hefði verið rætt á fundi konungs með Hitler.

Daginn eftir heimkomuna hitti Kristján X konungur utanríkiráðherrann Peter Munch. Til er fundargerð frá þeim fundi sem sagnfræðingurinn Knud J.V. Jespersen (1942–2022) fékk aðgang að.

Bað konung gæta orða sinna

Danski utanríkisráðherrann hafði á síðustu stundu fengið veður af fyrirhugaðri heimsókn konungs til Hitlers. Hann sendi hraðboða til Zahle sendifulltrúa og bað hann að hvetja kónginn til að gæta vel orða sinna í samtölum við Hitler. Kóngur var ekki ánægður með þessar ráðleggingar og áðurnefndur Knud V.J. Jespersen telur að Kristján X hafi ekki talið sér samboðið að fá fyrirmæli frá utanríkisráðherranum með þessum hætti.

Á fundinum með utanríkisráðherra harðneitaði kóngur að hann hefði rætt pólitík á fundinum með Hitler. Þeir hefðu rætt eitt og annað, meðal annars frammistöðu danskra keppenda á Ólympíuleikunum í Berlín ári fyrr. Breski sagnfræðingurinn Ian Kershaw (1943–) hefur sagt að Hitler hafi ekki verið mikið fyrir að rabba um daginn og veginn, og hann hafi verið snillingur í að beina samtölum í þá átt sem hann óskaði.

Hvað gekk konungi til?

Í bók sinni Ridser i lakken spyr Peter Kramer hvernig á því standi að Kristján X lét dönsku stjórnina ekki vita um fundi sína með Hitler (sem voru samtals fjórir) og hvers vegna konungi fannst það góð hugmynd að eiga fundi með þýska einræðisherranum sem mörgum stóð ógn af, og síðar kom í ljós að ekki var að ástæðulausu.

Rispur í lakkið

Í bók sinni segir Peter Kramer að Danir hafi búið sér til ákveðna glansmynd af Kristjáni X á tímum hersetu Þjóðverja í landinu. Á myndum má sjá kónginn ríða á hesti sínum um götur Kaupmannahafnar og ræða við landa sína, hann var tákn frelsis segir Peter Kramer. Þjóðverjar notuðu þessar sömu myndir til að sýna fram á að í Danmörku væri allt með friði og spekt.  Það eru rispur í glansmyndinni segir Peter Kramer og hann segir tíma til kominn að konungsfjölskyldan geri hreint fyrir sínum dyrum og hulunni sem umlykur samskipti hennar við þýsk stjórnvöld í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar verði svipt af.

Viðbót

Á forsíðu dagblaðsins Politiken 31. maí 1945 var mynd af litlum hópi fólks á Kastrup-flugvelli. Á myndinni sést Helena prinsessa, sem var gift Haraldi prins, bróður Kristjáns X konungs, ásamt nánustu fjölskyldu. Hún var að leggja af stað til Þýskalands og það ferðalag kom ekki til af góðu. Kristján X, mágur Helenu, hafði vísað henni úr landi og því fylgdi að henni væri óheimilt að stíga framar fæti á danska jörð.

Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að hún hafði margoft á stríðsárunum lýst stuðningi við Þjóðverja og umgengist hernámsliðið. Haraldur prins, eiginmaður Helenu, og tvö börn þeirra hjóna urðu eftir í Danmörku. Helena fékk þó leyfi til að koma til Danmerkur árið 1949, þegar Haraldur, maður hennar, lá fyrir dauðanum. Helena lést árið 1962.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það væri fróðlegt að vita hvernig samskipti Kristjáns við bróður sinn Hákon Noregskonung hafa verið á þessum tíma - hafi þau einhver verið?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
4
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár