Rispur í lakkinu

Í splunku­nýrri danskri bók er fjall­að um sam­skipti dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar við stjórn nas­ista í Þýskalandi í að­drag­anda heims­styrj­ald­ar­inn­ar síð­ari. Höf­und­ur­inn seg­ir þessi sam­skipti hjúp­uð leynd og vill að Frið­rik kon­ung­ur heim­ili að­gang að dag­bók­um Kristjáns X frá þess­um tíma.

Ridser i lakken (undirtitill: kongehusets forbindelser til Hitlers Tyskland) er nafnið á bók danska rithöfundarins og blaðamannsins Peter Kramer. Bókin kom út 18. september síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli. Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefni bókarinnar samskipti konungsfjölskyldunnar við þýska ráðamenn á fjórða áratug síðustu aldar, eftir að nasistar komust þar til valda. Kristján X (1870–1947) var þjóðhöfðingi Danmerkur á þessum árum (kóngur frá 1912–1947) og hann hélt ítarlegar og nákvæmar dagbækur. Þær eru varðveittar á danska Ríkisskjalasafninu og ekki aðgengilegar almenningi nema með sérstöku leyfi.

Safn dagbóka Kristjáns X er mikið að vöxtum og gullnáma fyrir fræðimenn, eins og einn danskur sagnfræðingur komst að orði. Konungurinn í samráði við Ríkisskjalasafnið ákveður reglur um aðgang að bókunum og óhætt er að segja að þar fái færri en vilja, því frá árinu 2009 hafa innan við 20 fræðimenn fengið leyfi til að skoða tilteknar bækur, eða hluta þeirra. Ríkisskjalasafnið hefur ekki upplýst hverjir hinir útvöldu eru, eins og danskur fjölmiðill orðaði það.

Ekki hættulaus æpandi hávaðabelgur

Á árunum 1922 og 1923 tók blaðamaður Aarhuus Stiftstidende (í daglegu tali Stiften) tvisvar sinnum viðtöl við Adolf Hitler (1889–1945) sem þá var að hasla sér völl á hinum pólitíska vettvangi. Viðtölin voru tekin á ölstofunni Bürgerbraükeller í München, einum helsta fundarstað Hitlers og félaga hans.

Fyrirsögnin á fyrra viðtalinu í nóvember 1922 var „Et besøg hos den bayerske Mussolini“. Það fyrsta sem Hitler sagði á fundinum með blaðamanninum var „Eruð þér gyðingur?“ Blaðamaðurinn svaraði að hann væri kominn til að taka viðtal en ekki til að ræða ættfræði. ,,Skandinavískir gyðingar eru í mínum augum jafnógeðfelldir og þýskir gyðingar“ sagði Hitler. Hann féllst þó á að hitta blaðamanninn aftur daginn eftir, í höfuðstöðvum nasista. Í viðtalinu lét hann þung orð falla um gyðinga, bolsévíka og Weimar-lýðveldið. „Við viljum losa okkur við þetta pakk (Gesindel),“ sagði Hitler.

,„Eruð þér gyðingur?“
Þannig spurði Hitler blaðamann Stiften á ölstofu í München árið 1922.

Í febrúar árið 1923 hitti blaðamaður Stiften Hitler öðru sinni og þar útskýrði hann stefnu sína og framtíðarsýn. „Við þurfum að greina á milli þess sem er þýskt og hins sem er ekki þýskt. Og því sem er ekki þýskt þarf að útrýma. Það sem er ekki þýskt eru fyrst og fremst gyðingarnir.“

Blaðamaður Stiften sagði í umfjöllun sinni að Hitler væri hættulegur maður, ekki hættulaus hávaðabelgur. Og blaðamaðurinn bætti við, „ef hann verður ekki gerður óskaðlegur (hvis han ikke uskadeliggøres) hefur það í för með sér mikla hættu fyrir þýska ríkið, og hver veit, kannski nágrannalöndin“. Þetta var 10 árum áður en Hitler varð kanslari og þá kom í ljós, eins og blaðamaðurinn hafði sagt, Hitler var síður en svo hættulaus æpandi hávaðabelgur.  

Heimsótti Hitler

Þótt margir hafi séð hvert stefndi eftir að Hitler varð ríkiskanslari og allsráðandi í Þýskalandi og óttast hið versta gilti það ekki um Kristján X og marga háttsetta embættis- og stjórnmálamenn í Danmörku, þeir sneru blinda auganu að.

Viku eftir valdatöku Hitlers árið 1933 fóru Kristján X og Alexandrine drottning til Berlínar. Þar sat konungur fund með Paul von Hindenburg (1847–1934) sem hafði átt stóran hlut í að koma Hitler til valda. Ekki er vitað hvað konungi og Hindenburg fór í milli en fundurinn stóð í hálfa klukkustund. Í bók Peter Kramer kemur fram, sem ekki fór leynt, að margir úr fjölskyldu Kristjáns X studdu Hitler, Cecilie, systir Alexandrine drottningar og Wilhelm, maður hennar, studdu Hitler og dönsku konungshjónin voru tíðir gestir hjá þeim í Þýskalandi.

Árið 1934 fóru dönsku konungshjónin öðru sinni til Berlínar, ætlunin var að konungur myndi eiga fund með Hitler. Peter Kramer telur að sá fundur hafi verið að undirlagi konungs. Konungshjónin komu til Berlínar að morgni 7. febrúar og síðar sama dag hittust þeir Hitler og Kristján X á Hotel Adlon, þar sem konungshjónin bjuggu og ræddu saman í um hálfa klukkustund. Engin gögn eru til um hvað var rætt en Herluf Zahle, sendifulltrúi Dana í Berlín, sagði í stuttri tilkynningu að „fundurinn hefði farið vel fram“. 

Hitler á leið til fundar með Kristjáni XHöfundur bókarinnar Rispur í lakkinu vill að Friðrik konungur heimili aðgang að dagbókum Kristjáns X frá þessum tíma.

Þess má geta að fleiri úr dönsku konungsfjölskyldunni lögðu leið sína til Þýskalands á árunum fyrir stríð. Friðrik IX, sem þá var krónprins, og Ingiríður krónprinsessa fóru þangað oftar en einu sinni, meðal annars til Bayreuth til að sjá sýningar í Óperunni. Alexandrine drottning fór sömuleiðis margoft í Óperuhúsið.

Þýsk fyrirmenni lögðu líka leið sína til Danmerkur, í þeim efnum ber hæst heimsókn Hermanns Göring árið 1938. Göring (1893–1946) var um árabil nánasti samstarfsmaður Hitlers og staðgengill hans við ýmsar athafnir og viðburði.

Umdeildur fundur konungs með Hitler

Hinn 15. mars 1937 komu dönsku konungshjónin til Berlínar, það var þeirra fjórða heimsókn þangað eftir að Hitler komst til valda. Zahle sendifulltrúi tók á móti hjónunum en Alexandrine fór síðan með systur sinni heim til þeirrar síðarnefndu. Fulltrúi í þýska utanríkisráðuneytinu sótti konunginn og hann kom á sérsmíðuðum Mercedes Benz, sem hafði verið eign Paul von Hindenburg, og var sagður glæsilegasti bíll sem til var í Þýskalandi. Svo hátt var til lofts í farþegarýminu að konungur, sem var 2.01  metri á hæð, þurfti ekki að taka ofan sinn háa hatt. Á lítilli fánastöng á frambrettinu blakti danski fáninn, Dannebrog.

Ekið var í lögreglufylgd til kanslarahallarinnar í Wilhelmstrasse þar sem lífvörður Hitlers stóð heiðursvörð.  Foringinn tók á móti konungi í vinnuherbergi sínu og þeir ræddust við í 20 mínútur, engir aðrir voru viðstaddir. Að fundinum loknum fylgdi Hitler konungi til dyra. Zahle sendifulltrúi og aðrir danskir embættismenn kölluðu þennan fund „kurteisisheimsókn“.

Hreint ekki kurteisisheimsókn

Fréttamaður Jótlandspóstsins í Berlín sagði að fundur Kristjáns X með Hitler hefði ekki verið nein kurteisisheimsókn, hún hefði verið af pólitískum toga. André Geraud, virtur blaðamaður og  ritstjóri erlendra frétta hjá franska dagblaðinu L ´Echo de Paris, skrifaði: „Samkvæmt tilkynningu frá Berlín segir að Adolf Hitler, sem í gær fékk danska kónginn í heimsókn, hefði lagt til samkomulag um að löndin tvö færu ekki í stríð hvort gegn öðru (ikke-angrebspagt). Danmörk var fimmta landið sem Þjóðverjar höfðu boðið slíkt.

Sendifulltrúar Dana í Berlín harðneituðu að nokkurt slíkt samkomulag hefði verið rætt á fundi konungs með Hitler.

Daginn eftir heimkomuna hitti Kristján X konungur utanríkiráðherrann Peter Munch. Til er fundargerð frá þeim fundi sem sagnfræðingurinn Knud J.V. Jespersen (1942–2022) fékk aðgang að.

Bað konung gæta orða sinna

Danski utanríkisráðherrann hafði á síðustu stundu fengið veður af fyrirhugaðri heimsókn konungs til Hitlers. Hann sendi hraðboða til Zahle sendifulltrúa og bað hann að hvetja kónginn til að gæta vel orða sinna í samtölum við Hitler. Kóngur var ekki ánægður með þessar ráðleggingar og áðurnefndur Knud V.J. Jespersen telur að Kristján X hafi ekki talið sér samboðið að fá fyrirmæli frá utanríkisráðherranum með þessum hætti.

Á fundinum með utanríkisráðherra harðneitaði kóngur að hann hefði rætt pólitík á fundinum með Hitler. Þeir hefðu rætt eitt og annað, meðal annars frammistöðu danskra keppenda á Ólympíuleikunum í Berlín ári fyrr. Breski sagnfræðingurinn Ian Kershaw (1943–) hefur sagt að Hitler hafi ekki verið mikið fyrir að rabba um daginn og veginn, og hann hafi verið snillingur í að beina samtölum í þá átt sem hann óskaði.

Hvað gekk konungi til?

Í bók sinni Ridser i lakken spyr Peter Kramer hvernig á því standi að Kristján X lét dönsku stjórnina ekki vita um fundi sína með Hitler (sem voru samtals fjórir) og hvers vegna konungi fannst það góð hugmynd að eiga fundi með þýska einræðisherranum sem mörgum stóð ógn af, og síðar kom í ljós að ekki var að ástæðulausu.

Rispur í lakkið

Í bók sinni segir Peter Kramer að Danir hafi búið sér til ákveðna glansmynd af Kristjáni X á tímum hersetu Þjóðverja í landinu. Á myndum má sjá kónginn ríða á hesti sínum um götur Kaupmannahafnar og ræða við landa sína, hann var tákn frelsis segir Peter Kramer. Þjóðverjar notuðu þessar sömu myndir til að sýna fram á að í Danmörku væri allt með friði og spekt.  Það eru rispur í glansmyndinni segir Peter Kramer og hann segir tíma til kominn að konungsfjölskyldan geri hreint fyrir sínum dyrum og hulunni sem umlykur samskipti hennar við þýsk stjórnvöld í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar verði svipt af.

Viðbót

Á forsíðu dagblaðsins Politiken 31. maí 1945 var mynd af litlum hópi fólks á Kastrup-flugvelli. Á myndinni sést Helena prinsessa, sem var gift Haraldi prins, bróður Kristjáns X konungs, ásamt nánustu fjölskyldu. Hún var að leggja af stað til Þýskalands og það ferðalag kom ekki til af góðu. Kristján X, mágur Helenu, hafði vísað henni úr landi og því fylgdi að henni væri óheimilt að stíga framar fæti á danska jörð.

Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að hún hafði margoft á stríðsárunum lýst stuðningi við Þjóðverja og umgengist hernámsliðið. Haraldur prins, eiginmaður Helenu, og tvö börn þeirra hjóna urðu eftir í Danmörku. Helena fékk þó leyfi til að koma til Danmerkur árið 1949, þegar Haraldur, maður hennar, lá fyrir dauðanum. Helena lést árið 1962.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það væri fróðlegt að vita hvernig samskipti Kristjáns við bróður sinn Hákon Noregskonung hafa verið á þessum tíma - hafi þau einhver verið?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár