Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Skrúfað fyrir Bjarna hjá Sameinuðu þjóðunum

Bjarni Bene­dikts­son fékk ekki að klára ræðu sína á leið­toga­fundi Sam­ein­uðu þjóð­anna á sunnu­dag­inn vegna þess að slökkt var á hljóð­nema hans. Í ræð­unni lagði Bjarni áherslu á heil­brigði hafs­ins og for­dæmdi harð­lega áhrif vopn­aðra átaka á al­menna borg­ara.

Í miðri setningu Bjarni var stöðvaður í miðjum klíðum þegar hann flutti ræðuna.

Slökkt var á hljóðnema Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra áður en ávarpi hans lauk á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg á sunnudaginn var. Bjarni talaði í rétt rúmlega fimm mínútur en fór yfir þann tíma sem honum hafði verið úthlutað og fékk ekki að ljúka við ræðu sína.

Í ávarpinu lagði Bjarni áherslu á heilbrigði hafsins og það að virðing væri borin fyrir landamærum ríkja. Hann fagnaði samþykktum um jafnrétti kynjanna og sagði mikilvægt að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann fordæmdi það að almennir borgarar yrðu fyrir áhrifum vopnaðra átaka og nefndi að ekki nægði að ítreka fyrri skuldbindingar til þess að endurheimta tapað traust á alþjóðlegri samvinnu.

Bjarni skrifaði á Facebook í gær að það hefði verið heiður að ávarpa fundinn fyrir Íslands hönd. Hér má sjá ræðu Bjarna í heild sinni:

Sameinuðu þjóðirnar

Sáttmáli um framtíðina undirritaður

Á leiðtogafundinum undirrituðu ríki Sameinuðu þjóðanna Framtíðarsáttmála, sem sagður er marka þáttaskil og framtíðarstefnu fjölda málefna. Sáttmálinn inniheldur 56 skuldbindingar, sem varða meðal annars alþjóðasamvinnu, loftslagsmál, stafræna þróun, afvopnun og mannréttindi.

Á sunnudaginn hitti Bjarni António Guterres, aðalframkvæmdastjóra SÞ. Þeir ræddu fundinn, samþykktir hans, málefni Úkraínu auk ástandsins í Mið-Austurlöndum. 

„Ég átti góðan fund með Antonio Guterres, aðalritara SÞ. Við ræddum af hreinskilni um ógnir samtímans, m.a. stríðsátök þar sem alþjóðalög eru virt að vettugi,“ skrifar Bjarni á Facebook-síðu sína.

„Ísland á allt sitt undir því að slíkar leikreglur séu virtar. Við megum aldrei sofna á verðinum eða líta svo á að við séum ónæm fyrir þróun heimsmálanna. Miklu máli skiptir í þessu samhengi að Sameinuðu þjóðirnar séu traustur vettvangur til lausnar deilumála og samstarfs ólíkra ríkja,“ sagði Bjarni enn fremur.

Ekki náðist í forsætisráðherra við vinnslu þessarar fréttar. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    "Hvað sagðirðu árás?"
    4
  • Kári Jónsson skrifaði
    Mjög líklegt er að við (kjósendur) höfum sjálfsval um það eftir næstu kosningar (fyrr en seinna) að skrúfa endanlega niður í spillingar-pésanum Bjarna Ben.
    4
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta mættu Íslendingar taka sér til fyrirmyndar. Hér fær hann að tala út í það endalausa og sveigja málefnið sér í hag.
    5
  • Hahahahahah það væri óskandi að það væri skrúfað endanlega niður í þessum!
    4
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Fleirum en mér þótt hann leiðinlegut
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár