„Lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn“

Einka­þjálf­ar­inn Guð­mund­ur Em­il Jó­hanns­son þakk­ar lög­reglu og starfs­fólki bráða­mót­töku fyr­ir að hafa hjálp­að sér þeg­ar hann fannst nak­inn á Suð­ur­lands­vegi í gær. Hann hafði ver­ið að taka sveppi.

„Lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn“
Guðmundur Emil er þekktur fyrir það að ögra sér með köldum böðum. Mynd: Golli

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, oftast kallaður Gummi Emil, hefur ákveðið að greina frá því að það var hann sem að gekk nakinn eftir miðjum Suðurlandsvegi í gær. 

Sagt var frá því í fjölmiðlum að lögregla hefði haft afskipti af nöktum manni á Suðurlandsvegi sem var síðan færður á bráðamóttöku vegna andlegs ástands. Hann, og annar maður, munu hafa verið að baða sig í Hólmsá. 

„Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í fara í sveppatúr ásamt 2 öðrum einstaklingum,“ skrifar Guðmundur Emil á Instagram. Hann segir að túrinn hafi átt að standa frá 8 um morguninn til klukkan 14. „Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri.“

Mildi að ekki fór verr

Guðmundur Emil segir það nauðsynlegt að fólk sem þetta stundi séu undir eftirliti einhverra sem eru allsgáðir.

„Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landsspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra,“ skrifar Guðmundur Emil.

Hann segir það ljóst að hann muni ekki fara í svona meðferð á næstunni. Þá verði að brýna fyrir fólki að „takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka.“ Í þetta skiptið hafi verið „guðsmildi“ að ekki fór verr. „Elsku landsmenn það er auðvitað langbest að anda djúft að sér góða loftinu hérna hjá okkur á Íslandi og láta þar við sitja,“ segir Guðmundur að lokum.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Var þetta ,,meðferð"? Við hverju?
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „ ….segir það ljóst að hann muni ekki fara í svona meðferð á næstunni “
    En einhverja „meðferð” samt ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár