Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn“

Einka­þjálf­ar­inn Guð­mund­ur Em­il Jó­hanns­son þakk­ar lög­reglu og starfs­fólki bráða­mót­töku fyr­ir að hafa hjálp­að sér þeg­ar hann fannst nak­inn á Suð­ur­lands­vegi í gær. Hann hafði ver­ið að taka sveppi.

„Lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn“
Guðmundur Emil er þekktur fyrir það að ögra sér með köldum böðum. Mynd: Golli

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, oftast kallaður Gummi Emil, hefur ákveðið að greina frá því að það var hann sem að gekk nakinn eftir miðjum Suðurlandsvegi í gær. 

Sagt var frá því í fjölmiðlum að lögregla hefði haft afskipti af nöktum manni á Suðurlandsvegi sem var síðan færður á bráðamóttöku vegna andlegs ástands. Hann, og annar maður, munu hafa verið að baða sig í Hólmsá. 

„Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í fara í sveppatúr ásamt 2 öðrum einstaklingum,“ skrifar Guðmundur Emil á Instagram. Hann segir að túrinn hafi átt að standa frá 8 um morguninn til klukkan 14. „Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri.“

Mildi að ekki fór verr

Guðmundur Emil segir það nauðsynlegt að fólk sem þetta stundi séu undir eftirliti einhverra sem eru allsgáðir.

„Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landsspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra,“ skrifar Guðmundur Emil.

Hann segir það ljóst að hann muni ekki fara í svona meðferð á næstunni. Þá verði að brýna fyrir fólki að „takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka.“ Í þetta skiptið hafi verið „guðsmildi“ að ekki fór verr. „Elsku landsmenn það er auðvitað langbest að anda djúft að sér góða loftinu hérna hjá okkur á Íslandi og láta þar við sitja,“ segir Guðmundur að lokum.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Var þetta ,,meðferð"? Við hverju?
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „ ….segir það ljóst að hann muni ekki fara í svona meðferð á næstunni “
    En einhverja „meðferð” samt ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu