Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn“

Einka­þjálf­ar­inn Guð­mund­ur Em­il Jó­hanns­son þakk­ar lög­reglu og starfs­fólki bráða­mót­töku fyr­ir að hafa hjálp­að sér þeg­ar hann fannst nak­inn á Suð­ur­lands­vegi í gær. Hann hafði ver­ið að taka sveppi.

„Lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn“
Guðmundur Emil er þekktur fyrir það að ögra sér með köldum böðum. Mynd: Golli

Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, oftast kallaður Gummi Emil, hefur ákveðið að greina frá því að það var hann sem að gekk nakinn eftir miðjum Suðurlandsvegi í gær. 

Sagt var frá því í fjölmiðlum að lögregla hefði haft afskipti af nöktum manni á Suðurlandsvegi sem var síðan færður á bráðamóttöku vegna andlegs ástands. Hann, og annar maður, munu hafa verið að baða sig í Hólmsá. 

„Þannig var mál með vexti að ég hafði ákveðið að taka þátt í fara í sveppatúr ásamt 2 öðrum einstaklingum,“ skrifar Guðmundur Emil á Instagram. Hann segir að túrinn hafi átt að standa frá 8 um morguninn til klukkan 14. „Þetta gera menn og konur til að leita innávið og hefur oft á tíðum skilað góðum árangri.“

Mildi að ekki fór verr

Guðmundur Emil segir það nauðsynlegt að fólk sem þetta stundi séu undir eftirliti einhverra sem eru allsgáðir.

„Það varð ekki raunin á þessum örlagaríka sunnudegi og það sem gerðist frá því ég tek þessa sveppi og ég ranka við mér á bráðadeild Landsspítalans er mér nánast hulið. Það sem ég veit eftirá er að lögreglan bjargar mér af Suðurlandsvegi þar sem ég geng allsnakinn eftir miðjum veginum. Það er í raun mikil mildi að ekki fór verr fyrir mér og öðrum. Ég er mjög þakklátur löggæslu og starfsfólki bráðamóttöku fyrir hjálp þeirra,“ skrifar Guðmundur Emil.

Hann segir það ljóst að hann muni ekki fara í svona meðferð á næstunni. Þá verði að brýna fyrir fólki að „takast ekki á við ferðalag sem þetta nema með fagaðilum sem kunna til verka.“ Í þetta skiptið hafi verið „guðsmildi“ að ekki fór verr. „Elsku landsmenn það er auðvitað langbest að anda djúft að sér góða loftinu hérna hjá okkur á Íslandi og láta þar við sitja,“ segir Guðmundur að lokum.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Var þetta ,,meðferð"? Við hverju?
    0
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „ ….segir það ljóst að hann muni ekki fara í svona meðferð á næstunni “
    En einhverja „meðferð” samt ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár