Munurinn á daðri og kynferðislegri áreitni er skýr í huga Drífu Snædal, talskonu Stígamóta. Kynferðisleg áreitni felur í sér daður og kynferðislega hegðun sem er óvelkomin.
Að verða fyrir kynferðislegri áreitni getur haft mismunandi áhrif á fólk en þar getur fyrri saga þess sem verður fyrir slíku skipt máli. Árlega leitar fjöldi fólks til Stígamóta vegna kynferðislegrar áreitni, aðallega konur. Drífa segir sorglegt að þegar áreitnin fer fram á vinnustað þá sé það yfirleitt brotaþolinn sem tekur skellinn og færir sig til eða hættir.
„Ég þekki þetta líka úr vinnu minni fyrir stéttarfélögin, að yfirleitt þegar svona mál komu inn á borð þeirra þá valdi brotaþolinn að semja um starfslok. Yfirleitt var staðan orðin óbærileg fyrir brotaþola þegar loks var farið að gera eitthvað í málinu. Annaðhvort var ekki vitneskja um málið fyrr eða vinnustaðurinn var tregur til að taka afstöðu með brotaþola.“
Ertu að segja að ef td. vinnufélagi þinn sem deilir með þér skrifstofu myndi berja þig og nauðga á árshátíð vinnunnar væri óréttlætanlegt að reka hann? Og þér finndist bara í lagi að vinna við hliðina á honum?