Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 27. september 2024 — Hvaða fótboltakarl er þetta? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 27. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 27. september 2024 — Hvaða fótboltakarl er þetta? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvað hét þessi fótboltakarl?

Seinni mynd:

Hvað heitir stúlkan sú?

Almennar spurningar:

  1. Stóra skessa sendi litlu skessu til að ná í tvennt í von um að þær næðu í halann á Búkollu. Hvaða tvennt var það? Hafa verður hvort tveggja rétt til að fá stig.
  2. Hvað heitir höfuðborgin í Slóvakíu?
  3. Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á Vestfjörðum? Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki stjórnsýslulega bæi eða sveitarfélög.
  4. En hver er næstfjölmennasti þéttbýlisstaðurinn þar á fjörðunum?
  5. Í hvaða núverandi ríki bjuggu Etrúrar til forna?
  6. Hvaða höfuðborg full-sjálfstæðs ríkis er næst Reykjavík í beinni loftlínu?
  7. Hún sló í gegn sem söngkona með plötunni Born to Die 2012, og hefur síðan gefið út plötur eins og Lust for Life (2017) og Did You Know That There's a Tunnel Under Ocean Blvd (2023). Hún kallar sig ... hvað?
  8. Hvað er mólekúl?
  9. Árið 1973 kom út popplag sem varð geysivinsælt. Það nefndist Don't Try to ... hvað?
  10. Hver samdi og söng það?
  11. Hvaða dýr hefur latneska fræðiheitið Equus?
  12. Hver þakkaði á dögunum fyrir sig á íslensku við verðlaunaafhendingu á alþjóðavettvangi?
  13. Hvað hafa kóngulær marga fætur?
  14. Bragi Kristjónsson var lengi fastagestur í íslenskum sjónvarpsþætti þar sem hann rabbaði við stjórnandann. Hvað starfaði Bragi við?
  15. Meðal sjálfstæðra ríkja í heiminum eru Angola — Belíze — Djíbútí — Malí — Níger — Sao Tome og Principe — Sierra Leone. Hvað af þessum löndum er EKKI í Afríku?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Johann heitinn Cruyff, hollenskur boltasnillingur. Á seinni myndinni er Fíóna úr bálknum um Shrek.
Svör við almennum spurningum:
1.  Nautið hans pabba og stóra borinn hans pabba.  —  2.  Bratislava.  —  3.  Ísafjörður.  —  4.  Bolungarvík.  —  5.  Ítalíu.  —  6.  Dublin á Írlandi.  —  7.  Lana del Rey.  —  8.  Sameind, samband tveggja eða fleiri frumeinda (atóma).  —  9.  Fool Me.  —  10.  Jóhann G. Jóhannsson.  —  11.  Hestur.  —  12.  Jodie Foster.  —  13.  Átta.  —  14.  Bóksölu.  —  15.  Belíze er í Mið-Ameríku.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu