Seinni mynd:
Hvað heitir stúlkan sú?
Almennar spurningar:
- Stóra skessa sendi litlu skessu til að ná í tvennt í von um að þær næðu í halann á Búkollu. Hvaða tvennt var það? Hafa verður hvort tveggja rétt til að fá stig.
- Hvað heitir höfuðborgin í Slóvakíu?
- Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á Vestfjörðum? Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki stjórnsýslulega bæi eða sveitarfélög.
- En hver er næstfjölmennasti þéttbýlisstaðurinn þar á fjörðunum?
- Í hvaða núverandi ríki bjuggu Etrúrar til forna?
- Hvaða höfuðborg full-sjálfstæðs ríkis er næst Reykjavík í beinni loftlínu?
- Hún sló í gegn sem söngkona með plötunni Born to Die 2012, og hefur síðan gefið út plötur eins og Lust for Life (2017) og Did You Know That There's a Tunnel Under Ocean Blvd (2023). Hún kallar sig ... hvað?
- Hvað er mólekúl?
- Árið 1973 kom út popplag sem varð geysivinsælt. Það nefndist Don't Try to ... hvað?
- Hver samdi og söng það?
- Hvaða dýr hefur latneska fræðiheitið Equus?
- Hver þakkaði á dögunum fyrir sig á íslensku við verðlaunaafhendingu á alþjóðavettvangi?
- Hvað hafa kóngulær marga fætur?
- Bragi Kristjónsson var lengi fastagestur í íslenskum sjónvarpsþætti þar sem hann rabbaði við stjórnandann. Hvað starfaði Bragi við?
- Meðal sjálfstæðra ríkja í heiminum eru Angola — Belíze — Djíbútí — Malí — Níger — Sao Tome og Principe — Sierra Leone. Hvað af þessum löndum er EKKI í Afríku?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Johann heitinn Cruyff, hollenskur boltasnillingur. Á seinni myndinni er Fíóna úr bálknum um Shrek.
Svör við almennum spurningum:
1. Nautið hans pabba og stóra borinn hans pabba. — 2. Bratislava. — 3. Ísafjörður. — 4. Bolungarvík. — 5. Ítalíu. — 6. Dublin á Írlandi. — 7. Lana del Rey. — 8. Sameind, samband tveggja eða fleiri frumeinda (atóma). — 9. Fool Me. — 10. Jóhann G. Jóhannsson. — 11. Hestur. — 12. Jodie Foster. — 13. Átta. — 14. Bóksölu. — 15. Belíze er í Mið-Ameríku.
Athugasemdir (2)