Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 27. september 2024 — Hvaða fótboltakarl er þetta? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 27. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 27. september 2024 — Hvaða fótboltakarl er þetta? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvað hét þessi fótboltakarl?

Seinni mynd:

Hvað heitir stúlkan sú?

Almennar spurningar:

  1. Stóra skessa sendi litlu skessu til að ná í tvennt í von um að þær næðu í halann á Búkollu. Hvaða tvennt var það? Hafa verður hvort tveggja rétt til að fá stig.
  2. Hvað heitir höfuðborgin í Slóvakíu?
  3. Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á Vestfjörðum? Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki stjórnsýslulega bæi eða sveitarfélög.
  4. En hver er næstfjölmennasti þéttbýlisstaðurinn þar á fjörðunum?
  5. Í hvaða núverandi ríki bjuggu Etrúrar til forna?
  6. Hvaða höfuðborg full-sjálfstæðs ríkis er næst Reykjavík í beinni loftlínu?
  7. Hún sló í gegn sem söngkona með plötunni Born to Die 2012, og hefur síðan gefið út plötur eins og Lust for Life (2017) og Did You Know That There's a Tunnel Under Ocean Blvd (2023). Hún kallar sig ... hvað?
  8. Hvað er mólekúl?
  9. Árið 1973 kom út popplag sem varð geysivinsælt. Það nefndist Don't Try to ... hvað?
  10. Hver samdi og söng það?
  11. Hvaða dýr hefur latneska fræðiheitið Equus?
  12. Hver þakkaði á dögunum fyrir sig á íslensku við verðlaunaafhendingu á alþjóðavettvangi?
  13. Hvað hafa kóngulær marga fætur?
  14. Bragi Kristjónsson var lengi fastagestur í íslenskum sjónvarpsþætti þar sem hann rabbaði við stjórnandann. Hvað starfaði Bragi við?
  15. Meðal sjálfstæðra ríkja í heiminum eru Angola — Belíze — Djíbútí — Malí — Níger — Sao Tome og Principe — Sierra Leone. Hvað af þessum löndum er EKKI í Afríku?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Johann heitinn Cruyff, hollenskur boltasnillingur. Á seinni myndinni er Fíóna úr bálknum um Shrek.
Svör við almennum spurningum:
1.  Nautið hans pabba og stóra borinn hans pabba.  —  2.  Bratislava.  —  3.  Ísafjörður.  —  4.  Bolungarvík.  —  5.  Ítalíu.  —  6.  Dublin á Írlandi.  —  7.  Lana del Rey.  —  8.  Sameind, samband tveggja eða fleiri frumeinda (atóma).  —  9.  Fool Me.  —  10.  Jóhann G. Jóhannsson.  —  11.  Hestur.  —  12.  Jodie Foster.  —  13.  Átta.  —  14.  Bóksölu.  —  15.  Belíze er í Mið-Ameríku.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu