Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 27. september 2024 — Hvaða fótboltakarl er þetta? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 27. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 27. september 2024 — Hvaða fótboltakarl er þetta? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvað hét þessi fótboltakarl?

Seinni mynd:

Hvað heitir stúlkan sú?

Almennar spurningar:

  1. Stóra skessa sendi litlu skessu til að ná í tvennt í von um að þær næðu í halann á Búkollu. Hvaða tvennt var það? Hafa verður hvort tveggja rétt til að fá stig.
  2. Hvað heitir höfuðborgin í Slóvakíu?
  3. Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á Vestfjörðum? Athugið að spurt er um þéttbýlisstaði, ekki stjórnsýslulega bæi eða sveitarfélög.
  4. En hver er næstfjölmennasti þéttbýlisstaðurinn þar á fjörðunum?
  5. Í hvaða núverandi ríki bjuggu Etrúrar til forna?
  6. Hvaða höfuðborg full-sjálfstæðs ríkis er næst Reykjavík í beinni loftlínu?
  7. Hún sló í gegn sem söngkona með plötunni Born to Die 2012, og hefur síðan gefið út plötur eins og Lust for Life (2017) og Did You Know That There's a Tunnel Under Ocean Blvd (2023). Hún kallar sig ... hvað?
  8. Hvað er mólekúl?
  9. Árið 1973 kom út popplag sem varð geysivinsælt. Það nefndist Don't Try to ... hvað?
  10. Hver samdi og söng það?
  11. Hvaða dýr hefur latneska fræðiheitið Equus?
  12. Hver þakkaði á dögunum fyrir sig á íslensku við verðlaunaafhendingu á alþjóðavettvangi?
  13. Hvað hafa kóngulær marga fætur?
  14. Bragi Kristjónsson var lengi fastagestur í íslenskum sjónvarpsþætti þar sem hann rabbaði við stjórnandann. Hvað starfaði Bragi við?
  15. Meðal sjálfstæðra ríkja í heiminum eru Angola — Belíze — Djíbútí — Malí — Níger — Sao Tome og Principe — Sierra Leone. Hvað af þessum löndum er EKKI í Afríku?


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Johann heitinn Cruyff, hollenskur boltasnillingur. Á seinni myndinni er Fíóna úr bálknum um Shrek.
Svör við almennum spurningum:
1.  Nautið hans pabba og stóra borinn hans pabba.  —  2.  Bratislava.  —  3.  Ísafjörður.  —  4.  Bolungarvík.  —  5.  Ítalíu.  —  6.  Dublin á Írlandi.  —  7.  Lana del Rey.  —  8.  Sameind, samband tveggja eða fleiri frumeinda (atóma).  —  9.  Fool Me.  —  10.  Jóhann G. Jóhannsson.  —  11.  Hestur.  —  12.  Jodie Foster.  —  13.  Átta.  —  14.  Bóksölu.  —  15.  Belíze er í Mið-Ameríku.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár