Sonurinn bjargaði Sólveigu

Sól­veig Ág­ústs­dótt­ir hef­ur ekki far­ið auð­veldu leið­ina í líf­inu. Þeg­ar son­ur henn­ar kom í heim­inn fyr­ir 17 ár­um síð­an breytt­ist allt. „Hann varð ljós­ið í líf­inu mínu, bjarg­aði mér,“ seg­ir Sól­veig sem hef­ur ver­ið edrú síð­an.

Sonurinn bjargaði Sólveigu
Ljósið „Ég varð edrú og varð bara strax ófrísk og hann bjargaði mér,“ segir Sólveig.

Sólveig Ágústsdóttir er við vinnu í einu af litlu svörtu húsunum í Austurstræti á sólríkum fimmtudagsmorgni þegar blaðamaður stoppar hana og spyr hvort hún geti sagt frá því sem gerði hana að manneskjunni sem hún er í dag. Það var þrautargangan, pyttir helvítis og drykkju sem hún óskar engum að lenda í. Og svo er það sonurinn sem breytti öllu fyrir Sólveigu, sem var orðin 36 ára gömul þegar hann kom í heiminn, enda hafði hún alls ekki ætlað sér að eignast börn. En fyrir það er hún þakklát í dag. Gefum Sólveigu orðið. 

„Ég er í litla fyrirtækinu hennar frænku minnar. Ég er að vinna fyrir frænku mína sem er skartgripahönnuður og er að búa til allt þetta smádót sem er á borðinu hjá mér. Ég er búin að vera að hjálpa til af og til í nokkur ár,“ segir Sólveig þar sem hún stendur við svart borð drekkhlaðið skartgripum úr hraunmolum og perlum.

Við spyrjum stórrar spurningar þegar við tölum við fólkið í borginni. Hvað gerði þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag? 

Sólveig þarf ekki að hugsa sig lengi um áður en hún svarar.

Ég er ekki búin að fara auðveldu leiðina í lífinu en ég er á góðum stað og vildi ekki að ég hefði farið aðra leið í dag því þá væri ég á öðrum stað í dag og ætti ekki þennan dreng sem ég á. Hann er sautján. Hann er núna að skakklappast eins og ég gerði en ég veit að hann mun ná sér út úr þessu. Hann er með öll tromp með sér því það eru allir að reyna að hjálpa honum. Þetta var einhvern veginn sjálfsagt þegar ég var ung, að vera eins og hálfviti.

Var þín þrautarganga löng? 

„Já, hún var svona tíu ár. Þetta var svona, drekkum í dag og sofum á morgun. Þetta var bara mjög erfitt. Ef ég hefði orðið ófrísk deginum fyrr hefði ég sennilega ekki átt barnið. Ég varð edrú og varð bara strax ófrísk og hann bjargaði mér. Hann varð ljósið í lífinu mínu, bjargaði mér þannig að nú trúi ég að ég geti bjargað honum.

Hvað varstu gömul þegar þú eignaðist son þinn?

„Ég ætlaði aldrei að eignast börn þannig að ég var 36 ára þegar ég átti hann. Ég hef verið edrú síðan.“

Er lífið betra þannig?

„Við skulum ekkert ræða það neitt,“ segir Sólveig og hlær aðeins. „Að vita hvar þú getir sofið og þú fáir að borða. Lífið er yndislegt ef þú leyfir því að vera það. Það er bara rosalega erfitt að detta í þessa pytti helvítis.“

Þú mælir ekki með því fyrir neinn?

„Nei, ekki mínum versta óvini einu sinni myndi ég óska að vera á þessum stað.“

Hvað ertu gömul í dag? 

„53 ára.

Þannig að allt lífið er fram undan? 

Eigum við ekki bara að segja það? Betri helmingurinn alla vega.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
1
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Kjósendur Miðflokks mun íhaldssamari en Sjálfstæðisflokks
4
Fréttir

Kjós­end­ur Mið­flokks mun íhalds­sam­ari en Sjálf­stæð­is­flokks

Stjórn­mála­fræð­ing­ar við Há­skóla Ís­lands gapa ekki yf­ir því sem virð­ist raun­in, að Mið­flokk­ur­inn sæki nú til íhalds­sam­ari kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sópi til sín fylgi úr þeirra röð­um. Í vænt­an­legri bók sem bygg­ir á gögn­um Ís­lensku kosn­ing­a­rann­sókn­ar­inn­ar frá 2021 kem­ur fram að kjós­end­ur flokk­anna tveggja eru mjög sam­stiga á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás, en kjós­end­ur Mið­flokks­ins eru íhalds­sam­ari er kem­ur að sam­fé­lags- og al­þjóða­mál­um.
Foreldri oftast gerandinn þegar barn er myrt
5
Fréttir

For­eldri oft­ast ger­and­inn þeg­ar barn er myrt

Sex mál, þar sem for­eldri hef­ur ráð­ið barni sínu bana, hafa kom­ið upp frá ár­inu 1970 – tvö þeirra á þessu ári. En hvers vegna á slík­ur harm­leik­ur sér stað? Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir af­brota­fræð­ing­ur seg­ir ójöfn­uð í sam­fé­lag­inu auka lík­urn­ar á of­beldi gegn börn­um. Sál­fræð­ing­ar hafa kom­ið auga á fimm megin­á­stæð­ur þess að for­eldr­ar ráði börn­um sín­um bana.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
8
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár