Það hefur varla farið fram hjá nokkurri manneskju að hjá sumum ráðamönnum hefur tónninn í garð hælisleitenda og flóttafólks harðnað verulega hér á landi síðustu misseri,“ segir Miriam Petra Ómarsdóttir Awad fjölmenningarráðgjafi. Hún segir að slíkt hafi áhrif á mun fleiri en þau sem orðunum sé beint að.
„Það er ýjað að því að sumt fólk sem hingað kemur til að freista þess að fá hér skjól sé óæskilegt. Yfirleitt eru það hælisleitendur eða flóttafólk sem eru múslímar eða þau eru brún eða svört. En þetta bitnar líka á fólki sem hér lifir og starfar og hefur kannski alltaf búið hér.“
Óttast uppgang hægriafla
Miriam Petra útskrifaðist með MA-gráðu í hnattrænum fræðum frá Háskóla Íslands fyrir fjórum árum. Lokaverkefnið hennar byggði á rannsókn á upplifun íslenskra kvenna, sem eiga ættir að rekja til Mið-Austurlanda, eru ýmist fæddar á Íslandi eða eiga eitt íslenskt foreldri, af fordómum á Íslandi. …
Athugasemdir