Við höfum séð þetta alls staðar í Evrópu og þar með talið í Svíþjóð. Hefðbundnir hægriflokkar og flokkar á miðjunni hafa að einhverju leyti tekið upp svipaða orðræðu um flóttamannamál og flokkar sem eru yst á hægri vængnum. Í mörgum löndum hefur þetta orðið til þess að tekin er upp harðari flóttamannastefna.“
Þetta segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö. Gunnhildur hefur fylgst vel með stjórnmálum í Svíþjóð og annars staðar í Evrópu í langan tíma en hún hefur starfað við skólann í fimmtán ár.
„Þessa strauma höfum við verið að sjá undanfarin ár. Þetta er ekki bara evrópskt fyrirbæri og nægir að nefna Trump og allt sem fylgdi honum.“
„Fólk vill ekki kjósa eftirlíkinguna“
Hún segir að í Svíþjóð og víðs vegar í Evrópu, þar á …
Athugasemdir