Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
Þingsetning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gengur út úr Dómkirkjunni við þingsetninguna í haust. Mynd: Golli

Hefðbundnir mið-hægri flokkar víða um Evrópu, sem gjarnan eru málsvarar borgaralegra áherslna, aðhalds í ríkisrekstri, viðskiptafrelsis, kristilegra gilda og vestrænnar alþjóðasamvinnu, hafa litið bjartari daga. Dæmin eru mýmörg um dvínandi fylgi flokka af þessu tagi, flokka sem jafnvel hafa verið kjölfesta í stjórnmálalandslaginu áratugum saman, ýmist sem ráðandi valdaflokkar eða áhrifamestu stjórnarandstöðuflokkarnir í hverju landi fyrir sig.

Ísland er ekkert eyland í þessum efnum. Hérlendis höfum við Sjálfstæðisflokkinn, sem nýlega mældist með 13,9 prósenta fylgi í skoðanakönnun á landsvísu og virðist helst vera að missa fylgi sitt til Miðflokksins, sem þrátt fyrir miðsækið nafnið virðist vera að ná betur til sumra þeirra kjósenda sem hingað til hafa skilgreint sig í hægri armi hins breiða faðms Sjálfstæðisflokksins, sem á gullaldarskeiði flokksins náði reglulega yfir 40 prósent kjósenda á landsvísu, í mun fábrotnara stjórnmálalandslagi.

Rúsínur Miðflokksins og klemma Sjálfstæðisflokksins

Vandræði Sjálfstæðisflokksins hafa verið ofarlega á baugi umræðunnar upp á síðkastið og sitt …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Sigmundur Davíð hefur sloppið billega. T.d. í Danmörku væri gula pressan enn að spyrja hann hvernig Wintris gamla heilsaðist.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Baráttan um íhaldsfylgið

Kjósendur vilji ekki hermikráku
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár