Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Virða verndun að vettugi

Starf­semi á borð við námu­vinnslu og botn­vörpu­veið­ar er enn stund­uð inn­an flestra þeirra haf­svæða ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins sem eiga að njóta vernd­ar.

Virða verndun að vettugi
Burt með botnvörpurnar Aðgerðaráætlun framkvædmdastjórnar Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að botnvörpuveiðar heyri sögunni til eftir árið 2030. Aðildarríkin felldu tillögu um slíkt í byrjun árs. Mynd: AFP

Starfsemi á borð við námuvinnslu og botnvörpuveiðar er enn stunduð innan flestra þeirra hafsvæða ríkja Evrópusambandsins sem eiga að njóta verndar. Að mati vísindamanna verður því ólíklegt að teljast að markmið sem sett voru með vernduninni, sem m.a. snúast um að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika, munu ekki nást að óbreyttu.

Í nýrri rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu One Earth Journal er rifjað upp að Evrópusambandið hafi skuldbundið sig til að vernda 30 prósent hafsvæða sinna fyrir árið 2030 og 10 prósent þeirra fyrir allri skaðlegri starfsemi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nýtur aðeins brot af hinum skilgreindu verndarsvæðum mikillar verndar og því langt í frá að fyrrgreind markmið náist. „Þetta sýnir að við erum aðeins á byrjunarreit þegar kemur að því að vernda höfin okkar,“ segir Juliette Aminian-Biquet, aðalhöfundur rannsóknarinnar og haffræðingur við Háskólann í Algarve í Portúgal.

Stórkostlegar breytingar þurfa að mati vísindamannanna að koma til svo að markmið ESB um að 10 prósent hafsvæða sem tilheyra ríkjum þess njóti strangrar verndar.

Til að aðildarríki ESB taki stefnu í verndarmálum alvarlega verður að binda verndina í lög í hverju ríki fyrir sig að mati vísindamanna. Framkvæmdastjórn ESB segir að tilmæli þess efnis hafi verið send ríkjunum og þau einnig minnt á að samkvæmt aðgerðaáætlunum sé stefnt að því að botnvörpuveiðum verði hætt fyrir árið 2030. Tillaga þess efnis var felld á Evrópuþinginu í byrjun árs og flest aðildarríki hafa enn ekki sett sér markmið um hvenær þau hyggist hætta slíkum veiðum. Grikkland reið hins vegar á vaðið og hefur bannað botnvörpuna og sömu sögu er að segja frá Svíþjóð.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Það væri áhugavert að fá heimildir sem sýna ótvírætt að svíar hafi bannað botnvörpuna. Í vor voru allavega togveiðar í landhelgi Svíþjóðar og sameiginlegum miðum með norðmönnum og dönum í Skagerak.
    0
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Á sama tíma stækkar það hlutfall botnfisks sem veitt er með botndrögum, trolli, við Íslandsstrendur. Að auki hefur “umhverfisflokkurinn” VG staðið fyrir því að smærri togarar (undir 30 m) fái að draga sínar botnvörpur enn nær landi en áður, ef dregin eru frá þau ár fyrir daga landhelgisbaráttunnar. Um leið má velta fyrir sér hvers vegna hefur ekki tekist að efla botnfiskstofna hér eftir 40 ára “stýringu”.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár