Þetta hefur verið mjög óvenjulegt ár á heimsvísu,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. „Á meðan hitamet hafa fallið úti í heimi hefur verið gefið út óvenju mikið af viðvörunum hér á landi. Við getum ekki annað sagt en að þetta hljóti allt að tengjast. Veðrakerfið er allt samtengt.“
Veðurfar og loftslag er ekki endilega það sama, áréttar Anna Hulda, en bætir við að með loftslagsbreytingum sé hins vegar ljóst að fleiri lægðir geti skollið á landinu, líkt og raungerðist í sumar. „Ein sviðsmyndin er sú að það kólni hér á Íslandi.“ Því er jafnvel spáð að vetrarmánuðir verði hlýrri en sumrin kaldari.
Hér var allavega kalt í sumar. Alls voru 77 viðvaranir gefnar út, þar af átta appelsínugular. Frá því að Veðurstofa Íslands tók upp nýtt viðvörunarkerfi hafa aldrei fleiri …
Athugasemdir (1)