Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði 2025

Í stefnuræðu sinni á þing­fundi í kvöld sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra að með styrkri efna­hags­stjórn væri raun­hæft að af­gang­ur yrði á rík­is­sjóði strax á næsta ári – þrátt fyr­ir að op­in­ber­ar áætlan­ir geri ráð fyr­ir halla. Þá sagði hann að tæki­færi væri til að sam­mæl­ast um skyn­sam­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni.

Bjarni segir raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði 2025

Ífyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra lagði Bjarni Benediktsson mikla áherslu á efnahagsmál. Hann sagði ástæðu til að koma bjartsýn inn í þingveturinn, enda væri verðbólga að minnka. 

„Útgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en almennt í samfélaginu og afkoman er að batna hröðum skrefum,“ segir Bjarni. „Með styrkri efnahagsstjórn er raunhæft að afgangur verði á ríkissjóði strax á næsta ári, þótt opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla.“  

Í gær kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fjárlagafrumvarp ársins 2025. Þar er gert ráð fyrir því að ríkissjóður muni verða rekinn með 41 milljarða halla. Áætlaður halli á ríkisrekstrinum í ár eru 57 milljarðar króna.  

Bjarni segir að niðurstaða ríkisreiknings hafi ítrekað verið langt umfram opinberar áætlanir, afkoman hafi verið 100 milljörðum krónum betri þrjú ár í röð. 

Húsnæðisliðurinn á stóran hlut í verðbólgunni sem nú er, hún væri 3,6 prósent án hans. Bjarni minntist á stuðning ríkisins við uppbyggingu íbúða. „Ríkisstjórnin hefur stutt ötullega við hjöðnun verðbólgu þar sem húsnæðisliðurinn hefur verið vandamál. Aldrei hefur verið meira byggt en síðustu ár.“

Þá nefndi Bjarni það að ráðast í breytingar á stjórnarskrá á komandi þingvetri. „Í vetur er tækifæri til að sammælast um skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni. Horfa þarf til kafla um forseta Íslands, Alþingi og dómstóla,“ segir hann.

Bjarni segir að einnig mætti skoða ákvæði um kjördæmaskipan og jöfnun atkvæða. Enn fremur væri tímabært að „endurskoða ákvæði um Landsdóm og gera breytingar á meðferð ákæruvalds vegna ráðherraábyrgðar. “

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár