Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin

Al­menn lög­regla hef­ur aldrei vopn­ast jafn oft og í fyrra, eða í 180 skipti. Bæt­ast þau við vopn­uð út­köll sér­sveit­ar­inn­ar sem jafn­framt hafa aldrei ver­ið fleiri en í fyrra eða 644 tals­ins. Í ríf­lega 200 af þeim skipt­um voru út­köll­in ekki vegna vopn­aðra ein­stak­linga.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin
Lögreglan Alvarlegar hótanir geta orðið til þess að sérsveitin sé kölluð út, jafnvel þó ekki sé talið að vopn sé í spilinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan fer sífellt oftar vopnuð í útköll. Aukningin er áberandi mikil á milli ára þegar kemur að almennri lögreglu, en fjöldi vopnaðra útkalla á þeim bænum stökk úr 86 árið 2022 í 180 árið 2023. Fjöldi slíkra útkalla var einungis 57 árið 2021.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Björn Leví spurði bæði um almenna lögreglu og sérsveitina en síðan árið 2021 hafa sérsveitarmenn ávallt verið vopnaðir við störf. Slíkum útköllum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, farið úr 438 árið 2021 og upp í 644 í fyrra.

Sérsveitarmennirnir fóru ekki einungis í útköll vegna tilkynninga um vopnaða einstaklinga. 461 af tilkynningunum 644 í fyrra voru af þeim orsökum en í ríflega 200 tilvikanna var ekki tilkynnt um vopnaburð.

„Þegar um er að ræða að sérsveit vopnast vegna útkalls þar sem ekki er grunur um vopn á vettvangi, getur t.d. verið um að ræða sérstaklega hættulega brotamenn eða alvarlegar hótanir,“ segir í svari Guðrúnar.

Þegar kemur að vopnatilkynningum til sérsveitar var í fyrra oftast um að ræða egg- eða stunguvopn, eða í 361 tilviki. Þá var tilkynnt um skotvopn 87 sinnum og 79 sinnum um önnur vopn.




Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár