Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin

Al­menn lög­regla hef­ur aldrei vopn­ast jafn oft og í fyrra, eða í 180 skipti. Bæt­ast þau við vopn­uð út­köll sér­sveit­ar­inn­ar sem jafn­framt hafa aldrei ver­ið fleiri en í fyrra eða 644 tals­ins. Í ríf­lega 200 af þeim skipt­um voru út­köll­in ekki vegna vopn­aðra ein­stak­linga.

Lögreglan hefur aldrei gripið oftar í vopnin
Lögreglan Alvarlegar hótanir geta orðið til þess að sérsveitin sé kölluð út, jafnvel þó ekki sé talið að vopn sé í spilinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan fer sífellt oftar vopnuð í útköll. Aukningin er áberandi mikil á milli ára þegar kemur að almennri lögreglu, en fjöldi vopnaðra útkalla á þeim bænum stökk úr 86 árið 2022 í 180 árið 2023. Fjöldi slíkra útkalla var einungis 57 árið 2021.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Björn Leví spurði bæði um almenna lögreglu og sérsveitina en síðan árið 2021 hafa sérsveitarmenn ávallt verið vopnaðir við störf. Slíkum útköllum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, farið úr 438 árið 2021 og upp í 644 í fyrra.

Sérsveitarmennirnir fóru ekki einungis í útköll vegna tilkynninga um vopnaða einstaklinga. 461 af tilkynningunum 644 í fyrra voru af þeim orsökum en í ríflega 200 tilvikanna var ekki tilkynnt um vopnaburð.

„Þegar um er að ræða að sérsveit vopnast vegna útkalls þar sem ekki er grunur um vopn á vettvangi, getur t.d. verið um að ræða sérstaklega hættulega brotamenn eða alvarlegar hótanir,“ segir í svari Guðrúnar.

Þegar kemur að vopnatilkynningum til sérsveitar var í fyrra oftast um að ræða egg- eða stunguvopn, eða í 361 tilviki. Þá var tilkynnt um skotvopn 87 sinnum og 79 sinnum um önnur vopn.




Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár