Sem dæmi um skaðleg áhrif sem maðurinn hefur haft á umhverfi sitt og dýralíf er þraut dagsins helguð dýrategundum sem dáið hafa út af völdum mannsins.
Mynd 2:
Þetta dýr dó út vegna ofveiði rétt fyrir miðja 20. öld þótt ýmsir trúi því að fáein dýr séu enn á lífi. Hvaða dýr er þetta?
Mynd 3:
Þessi fugl dó út á 19. öld. Hann heitir ... hvað?
Mynd 4:
Þessi tröllslegi fugl dó út fyrir nokkrum öldum. Hann er kallaður móa en hvar bjó hann?
Mynd 5:
Þetta dýr bjó í sjó við Kyrrahaf en féll í valinn eftir að hafa komist í kynni við evrópska veiðimenn. Hvaða dýr er þetta? Svarið þarf að vera býsna nákvæmt.
Mynd 6:
Þetta stóra dýr var af tegund sem dó út í lok ísaldar. Náin skyldmenni þess eru enn á dögum en hvergi nærri eins stór eða snaggaraleg. Þetta er sem sagt ... hvernig dýr?
Svör:
Athugasemdir (2)