Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 13. september 2024: Útdauð dýr af mannavöldum

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 13. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 13. september 2024: Útdauð dýr af mannavöldum
Mynd 1: Þessi fugl dó út á ofanverðri 17. öld vegna ofveiði. Hann nefndist ... hvað?

Sem dæmi um skaðleg áhrif sem maðurinn hefur haft á umhverfi sitt og dýralíf er þraut dagsins helguð dýrategundum sem dáið hafa út af völdum mannsins.

Mynd 2:

Þetta dýr dó út vegna ofveiði rétt fyrir miðja 20. öld þótt ýmsir trúi því að fáein dýr séu enn á lífi. Hvaða dýr er þetta?

Mynd 3:

Þessi fugl dó út á 19. öld. Hann heitir ... hvað?

Mynd 4:

Þessi tröllslegi fugl dó út fyrir nokkrum öldum. Hann er kallaður móa en hvar bjó hann?

Mynd 5:

Þetta dýr bjó í sjó við Kyrrahaf en féll í valinn eftir að hafa komist í kynni við evrópska veiðimenn. Hvaða dýr er þetta? Svarið þarf að vera býsna nákvæmt.

Mynd 6:

Þetta stóra dýr var af tegund sem dó út í lok ísaldar. Náin skyldmenni þess eru enn á dögum en hvergi nærri eins stór eða snaggaraleg. Þetta er sem sagt ... hvernig dýr?


Svör:
Á mynd 1 er dódófugl.  —  Á mynd 2 er Tasmaníuúlfur. Athugið að Tasmaníudjöfull er allt annað dýr!  — Á mynd 3 er geirfugl.  —  Mynd 4 sýnir móafuglinn sem bjó á Nýja-Sjálandi og hvergi annars staðar.  —  Á mynd 5 er sækýr, sem er hið eina rétta svar.  —  Mynd 6 sýnir letidýr, eða risaletidýr.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SV
    Sigurjón Vilhjálmsson skrifaði
    Þegar ég var í Tasmaníu, var þetta dýr kallað Tasmaníutígur (e. Tasmanian tiger). Gef mér rétt fyrir það, en klikkaði á þessu stóra sjávardýri.
    0
  • 6 rétt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár