Í sumar var því lýst yfir að 22. júlí 2024 hefði verið heitasti dagurinn á jörðinni, jafnvel í mörg hundruð ár. Þennan dag sást lítt til hlýinda eða sumarveðurs yfirhöfuð hér á landi. Hvasst var og svalt í veðri. Þessi dagur var reyndar einn af nokkrum hápunktum leiðinda á liðnu sumri.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf það út að 2023 hefði verið það heitasta á jörðinni í sögu mælinga. Hér á landi var hitinn hins vegar undir meðallagi, reyndar aðeins lítillega.
Þá má kalla það Íslands-þverstæðuna í hlýnun jarðar þegar hver mánuðurinn á eftir öðrum mælist sá heitasti á jörðinni og á sama tíma sé hér svalt eða jafnvel fremur kalt miðað við meðaltal síðustu 30 ára.
Á Akureyri sem dæmi að þá hefur hitinn í tíu af síðustu tólf mánuðum verið undir meðallagi (1991-2020). Þar af hafa fimm mánuðir verið beinlínis kaldir; desember í fyrra og febrúar, apríl, júní og …
Athugasemdir