Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
KS Margir bændur innan starfssvæðis KS eiga að stærstum eða öllum hluta til viðskipti sín við Kaupfélagið.

Svokallaðar beingreiðslur eða stuðningsgreiðslur ríkisins við landbúnað eru hugsaðar sem greiðslur til bænda fyrir að halda og ala skepnur í þeim tilgangi að nýta afurðir þeirra. Greiðslurnar eru þannig í beinu hlutfalli við umsvif hvers bónda, fjölda fjár og gripa eða framleiddra mjólkurlítra auk umfangs ræktanlegs lands.

Greiðslur eins og þessar skipta milljörðum króna ár hvert og tíðkast víðast hvar sem liður í stuðningi og vernd innlends landbúnaðar og matvælaöryggis. Sem dæmi voru heildarstuðningsgreiðslur vegna sauðfjárræktar í fyrra 6,7 milljarðar króna. Í nautgriparækt (kjöt og mjólk) námu greiðslurnar níu milljörðum og rúmur milljarður króna rann til garðyrkjuframleiðslu.

Lög um fyrirkomulag þessara greiðslna hafa frá því á miðjum tíunda áratugnum kveðið á um að stuðningsgreiðslur skuli greiða mánaðarlega inn á reikning framleiðandans, bóndans, rétt eins og er með laun launafólks til að mynda.

Heimildin óskaði eftir upplýsingum um það hjá matvælaráðuneytinu í sumar hvort borið hefði á því að beingreiðslur hefðu …

Kjósa
70
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Einokun og fákeppni hefur reynst einstaklega vel í sjávarútvegi, þar sem 8-fjölskyldur hafa yfirráð á 70% úthlutaðra aflaheimilda/nýtingarétts, að sjálfsögðu ætlar forstjórinn á skagfirska-efnahagssvæðinu að ná undir KS öllum kvótum í kjöti og mjólk á norðurlandi, það gengur sérlega vel að búa til einokun og fákeppni í landbúnaði, þökk sé matvælaráðherrum xV-flokksinns. Ps. sami forstjóri krafðist þess að fá allan úthlutaðann byggðakvóta skagfirska efnahagssvæðisins í sjávarútvegi = 140tonn svo það sé sagt.
    6
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslensk stjórnsýsla er í molum
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu