Svokallaðar beingreiðslur eða stuðningsgreiðslur ríkisins við landbúnað eru hugsaðar sem greiðslur til bænda fyrir að halda og ala skepnur í þeim tilgangi að nýta afurðir þeirra. Greiðslurnar eru þannig í beinu hlutfalli við umsvif hvers bónda, fjölda fjár og gripa eða framleiddra mjólkurlítra auk umfangs ræktanlegs lands.
Greiðslur eins og þessar skipta milljörðum króna ár hvert og tíðkast víðast hvar sem liður í stuðningi og vernd innlends landbúnaðar og matvælaöryggis. Sem dæmi voru heildarstuðningsgreiðslur vegna sauðfjárræktar í fyrra 6,7 milljarðar króna. Í nautgriparækt (kjöt og mjólk) námu greiðslurnar níu milljörðum og rúmur milljarður króna rann til garðyrkjuframleiðslu.
Lög um fyrirkomulag þessara greiðslna hafa frá því á miðjum tíunda áratugnum kveðið á um að stuðningsgreiðslur skuli greiða mánaðarlega inn á reikning framleiðandans, bóndans, rétt eins og er með laun launafólks til að mynda.
Heimildin óskaði eftir upplýsingum um það hjá matvælaráðuneytinu í sumar hvort borið hefði á því að beingreiðslur hefðu …
Athugasemdir (2)