Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna

Sel­fyss­inga er far­ið að lengja eft­ir brú sem Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lof­aði þeim að yrði klár í síð­asta lagi á þessu ári en ekk­ert ból­ar á og út­lit er fyr­ir að hún verði ekki klár fyrr en í fyrsta lagi haust­ið 2027. Bæj­ar­stjórn Ár­borg­ar seg­ir mál­ið áríð­andi.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna
Ölfusárbrú Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fara um Ölfusárbrú. Mynd: Golli

Bæjarstjórn Árborgar skoraði á miðvikudag á Vegagerðina og ríkisstjórnina að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú og tryggja fjármögnun án tafar. Í bókun á fundi ráðsins segir áríðandi að ráðist sé í gerð brúarinnar því þjóðvegurinn í gegnum Selfoss anni ekki núverandi umferð.

„Langar raðir liggja daglega upp að hringtorgi við Biskupstungnabraut og meðfram Austurvegi þar sem umferð er á leið í vesturátt,“ segir í bókuninni.

„Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og umferðaröryggi í og við Selfoss. Gera má ráð fyrir að uppbygging nýrrar brúar taki um þrjú ár og því er nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist í haust.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og þáverandi samgönguráðherra, lofaði því fyrir síðustu þingkosningar að framkvæmdum við brúna yrði lokið annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Það hefur ekki gengið eftir. 

Stefna á að framkvæmdum ljúki 2027

Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðuna á Ölfusárbrú segir að útboði vegna framkvæmda við hana sé lokið. 

„Vinna við frágang samninga vegna framkvæmda og fjármögnunar er yfirstandandi. Búast má við því að þeirri vinnu ljúki innan skamms,“ segir í svarinu. Þar kemur jafnframt fram að framkvæmdir við brúna verði fjármagnaðar sem samvinnuverkefni, á grunni laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Stefnan er að framkvæmdum ljúki haustið 2027.

Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fer um Ölfusárbrú.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu