Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna

Sel­fyss­inga er far­ið að lengja eft­ir brú sem Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lof­aði þeim að yrði klár í síð­asta lagi á þessu ári en ekk­ert ból­ar á og út­lit er fyr­ir að hún verði ekki klár fyrr en í fyrsta lagi haust­ið 2027. Bæj­ar­stjórn Ár­borg­ar seg­ir mál­ið áríð­andi.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna
Ölfusárbrú Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fara um Ölfusárbrú. Mynd: Golli

Bæjarstjórn Árborgar skoraði á miðvikudag á Vegagerðina og ríkisstjórnina að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú og tryggja fjármögnun án tafar. Í bókun á fundi ráðsins segir áríðandi að ráðist sé í gerð brúarinnar því þjóðvegurinn í gegnum Selfoss anni ekki núverandi umferð.

„Langar raðir liggja daglega upp að hringtorgi við Biskupstungnabraut og meðfram Austurvegi þar sem umferð er á leið í vesturátt,“ segir í bókuninni.

„Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og umferðaröryggi í og við Selfoss. Gera má ráð fyrir að uppbygging nýrrar brúar taki um þrjú ár og því er nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist í haust.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og þáverandi samgönguráðherra, lofaði því fyrir síðustu þingkosningar að framkvæmdum við brúna yrði lokið annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Það hefur ekki gengið eftir. 

Stefna á að framkvæmdum ljúki 2027

Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðuna á Ölfusárbrú segir að útboði vegna framkvæmda við hana sé lokið. 

„Vinna við frágang samninga vegna framkvæmda og fjármögnunar er yfirstandandi. Búast má við því að þeirri vinnu ljúki innan skamms,“ segir í svarinu. Þar kemur jafnframt fram að framkvæmdir við brúna verði fjármagnaðar sem samvinnuverkefni, á grunni laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Stefnan er að framkvæmdum ljúki haustið 2027.

Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fer um Ölfusárbrú.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár