Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna

Sel­fyss­inga er far­ið að lengja eft­ir brú sem Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lof­aði þeim að yrði klár í síð­asta lagi á þessu ári en ekk­ert ból­ar á og út­lit er fyr­ir að hún verði ekki klár fyrr en í fyrsta lagi haust­ið 2027. Bæj­ar­stjórn Ár­borg­ar seg­ir mál­ið áríð­andi.

Langar raðir daglega inn á Selfoss og þrjú ár í brúna
Ölfusárbrú Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fara um Ölfusárbrú. Mynd: Golli

Bæjarstjórn Árborgar skoraði á miðvikudag á Vegagerðina og ríkisstjórnina að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú og tryggja fjármögnun án tafar. Í bókun á fundi ráðsins segir áríðandi að ráðist sé í gerð brúarinnar því þjóðvegurinn í gegnum Selfoss anni ekki núverandi umferð.

„Langar raðir liggja daglega upp að hringtorgi við Biskupstungnabraut og meðfram Austurvegi þar sem umferð er á leið í vesturátt,“ segir í bókuninni.

„Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og umferðaröryggi í og við Selfoss. Gera má ráð fyrir að uppbygging nýrrar brúar taki um þrjú ár og því er nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist í haust.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og þáverandi samgönguráðherra, lofaði því fyrir síðustu þingkosningar að framkvæmdum við brúna yrði lokið annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Það hefur ekki gengið eftir. 

Stefna á að framkvæmdum ljúki 2027

Í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðuna á Ölfusárbrú segir að útboði vegna framkvæmda við hana sé lokið. 

„Vinna við frágang samninga vegna framkvæmda og fjármögnunar er yfirstandandi. Búast má við því að þeirri vinnu ljúki innan skamms,“ segir í svarinu. Þar kemur jafnframt fram að framkvæmdir við brúna verði fjármagnaðar sem samvinnuverkefni, á grunni laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Stefnan er að framkvæmdum ljúki haustið 2027.

Umferð á hringveginum á Suðurlandi jókst um 3,4% á milli ágústmánaða síðasta árs og ársins í fyrra. Hún jókst um 10,7% á milli ágústmánaða 2022 og 2023. Stór hluti þeirra sem keyra hringveginn á Suðurlandi fer um Ölfusárbrú.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár