Fyrr í dag var mörgum nemendum Háskóla Íslands brugðið við að finna það sem virtist vera stöðumælasekt á bílum sínum. Þegar betur var að gáð kom þó í ljós að um grín væri að ræða. Sektin var fyrir „alvarlegt brot á skólavali“ og var prentuð af Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík (SFHR).
Í skýringu stendur meðal annars: „Tilgreindur ökumaður hefur brotið lög Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík með því að hafa skráð sig í rangan skóla. Með tilvísun þessa brots er ökumaður sektaður samkvæmt ákvæðum viðeigandi reglugerða félagsins og ber honum skylda að greiða tiltekið sektargjald innan tiltekins frests.“
Magnús Már Gunnlaugsson, forseti SFHR, staðfestir í samtali við Heimildina að miðarnir séu á vegum félagsins. „Þetta er svona smá hefnd, í smá gríni, því SHÍ setti fánann sinn upp fyrir utan HR í síðustu viku. Þetta er smá rígur milli félaganna. Allt í gamni samt. etta er bara smá skot.“ Hugmyndin hafi …
Athugasemdir