„Þetta var svo fjarstæðukennt. Það var eins og ég væri þriðji þátttakandinn og horfði á atburðarásina gerast. Hann náði einhvern veginn stjórn, gjörsamlega, og ætlaði að ná sínu fram.“
Svona lýsir Gunnar Magnús Diego, þriggja barna fjölskyldufaðir, viðbrögðum sínum þar sem hann lá á nuddbekk í Laugum Spa. Hann átti síðar eftir að kæra til lögreglu það sem fram fór í nuddherberginu.
Nuddarinn sem um ræðir vill ekki segja sína hlið málsins. Þvert á móti bað hann um að fá að vera látinn í friði, sagðist vera haldinn áfallastreitu vegna málsins og tjáði blaðamanni að Gunnar væri „algjör brjálæðingur“.
En Gunnar, sem er í dag 38 ára og starfar við gámaflutninga, lýsir atvikum svohljóðandi: Í apríl 2023 fór hann ásamt konu sinni í nudd. Fyrir tilviljun höfðu þau gefið hvort öðru sömu jólagjöfina – nudd í Laugum Spa – og ákváðu að nýta gjafirnar á sama tíma. „Við vorum mjög …
Athugasemdir (1)