Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Var „sælunga“ Pýþeasar þá við Íslandsstrendur?

Æva­forn skrif gríska sæ­far­ans Pýþeas­ar um dul­ar­full­an stað sem hann nefndi Thule voru gjarn­an tal­in eiga við Ís­land en fræði­menn hafa þó held­ur fall­ið frá þeirri trú að und­an­förnu. Í til­efni af nýrri bók eft­ir sér­fræð­ing­inn Söruh Pot­hecary má þó velta því fyr­ir sér enn á ný.

Var „sælunga“ Pýþeasar þá við Íslandsstrendur?
Hinn dularfulli texti Pýþeasar — eins og Strabó vitnaði til hans — varð innblástur að fjölda furðusagna um Thule og þau skrímsli sem bjuggu í hafinu umhverfis.

Á fögrum haustdegi kom skip siglandi inn í höfnina í grísku nýlenduborginni Massalíu á Miðjarðarhafsströnd Gallíu. Þar heitir nú Marseilles í Frakklandi. Þetta gerðist árið 325 FT og þótt alltaf væri líf og fjör í höfninni vakti koma þessa skips samt sérstaka athygli. Þetta var stórt úthafsskip, 30 metra langt og sjá mátti á stagbættum seglum og veðurbörðum byrðingnum að það hafði mátt þola ýmislegt.

Þrjú ár voru síðan skipið lagði upp frá Massalíu og flestir höfðu verið búnir að afskrifa Pýþeas skipstjóra og hina 30 manna áhöfn hans. Þeim mun meiri var gleði sæhundanna við höfnina sem veifuðu til sjómannanna sem bjuggust nú til að leggjast upp að bryggju úthafsskipanna.

Pýþeas var virtur sjómaður í Massalíu, í senn djarfur og varkár. Í þetta sinn hafði hann verið gerður út af borgaryfirvöldum til að sigla út fyrir Súlur Heraklesar – sem við köllum nú Gíbraltarsund – og svo norður með …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Augljóslega verið við sandana suður af öllu landinu, þegar landið hætti að vera til. Þannig er hreinlega að fara um Skeiðarársand sem nær 30 km og meira frá „föstu landi” niður að sjó. Hvað þá frá ströndinni séð. Landið getur hæglega horfið aftur og aftur að sumri til við uppgufun þó bærilegt skyggni sè.
    1
  • Hafsteinn Helgason skrifaði
    Við þýðum ekki nöfn og það er kominn tími á að ritarar á opnum miðlum fari að læra það. Pýþeus? Og hver ert þú? Evileye Glacierson? Vitleysa.
    0
    • Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifaði
      Hafa ekki nöfn úr forngrísku/fornbókmenntum verið þýdd nógu lengi til þess að það sé ekki mál? Herakles, Sókrates, Jesús, (o.sv.frv?)
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu