Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn og vörubílstjóri af Skaganum, er í 71. sæti á hátekjulistanum þetta árið og í 1. sæti í Akraneskaupstað.
„Já, við seldum fjölskyldufyrirtækið,“ segir Óli, eins og hann er alltaf kallaður, spurður um hvað hafi hlaupið á snærið hjá honum á síðasta ári. Hann á þar við Vörubílastöð ÞÞÞ á Akranesi sem stofnsett var af afa hans, Þórði Þ. Þórðarsyni, fyrir tæpri öld síðan. Á þeim tíma hefur það verið umsvifamikið í rekstri og útgerð á rútum, flutningabifreiðum og síðustu árin, vörubílum. Á einum slíkum vann Óli.
„Já, ég seldi undan mér vörubílinn og er hreinlega ekki að gera neitt,“ segir hann og gæti merkilegt nokk hljómað eins og sestur í helgan stein. Þannig er það þó ekki, í það minnsta ekki ótilneyddur.
Bakkaði á
„Ég lenti í því árið 2014 að bakka svona hressilega á og fékk svona líka hnykk á hálsinn,“ rifjar Óli upp en á …
Athugasemdir (1)