Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Verri staða Íslands birtist í nýju tölunum

Sjálf­bærni hag­kerf­is­ins minnk­ar og Ís­land er eft­ir­bát­ur við­skiptalanda þeg­ar kem­ur að verð­bólgu, hag­vexti og vöxt­um. Þetta má greina á nýj­um töl­um Seðla­bank­ans til rök­stuðn­ings óbreyttra stýri­vaxta.

Verri staða Íslands birtist í nýju tölunum
Seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson sagði í morgun að launahækkanir og aðgerðir ríkisins til þess að auka kaupmátt hefðu haft verri áhrif á verðbólguna en búist var við. Þó er húsnæðisliðurinn sagður orsaka helming hennar. Mynd: Bára Huld Beck

Nýjar spátölur frá Seðlabankanum draga upp dekkri mynd af útlitinu fyrir hagkerfi Íslands heldur en fyrri tölur í maí. Tölurnar sýna að Ísland stendur verr en helstu viðmiðunarlönd þegar kemur að verðbólgu, hagvexti og vöxtum. Sjálfbærni hagkerfisins minnkar með minni útflutningi og meiri einkaneyslu.

Samkvæmt útreikningum Seðlabankans ber húsnæðiskostnaður ábyrgð á helmingi verðbólgunnar, en peningastefnunefnd bankans ákveður engu að síður að fresta lækkun þess vaxtakostnaðar og halda þess í stað stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% eftir heilt ár í sömu tölu.

Háir vextir og rýr hagvöxtur

Þetta þýðir að stýrivextir á Íslandi verða áfram mun hærri en í viðmiðunarlöndum. Til samanburðar hafa vextirnir í Danmörku og Svíþjóð verið lækkaðir í 3,35% og 3,5%, en í Noregi 4,5%. Stýrivextir hérlendis eru nálægt Kyrgistan, Tadjikistan, Hvíta-Rússlandi (Belarús), Úganda og Úrugvæ. Engin Evrópulönd eru með hærri stýrivexti en Ísland ef frá eru talin Belarús og svo Úkraína og Rússland sem nú eru í stríði. …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BOO
    Barbara Osk Olafsdottir skrifaði
    Svona röksemdafærsla heitir að kasta ryki í augun á fólki. Það er ekki hægt að líkja saman verðbólgutölum við önnur Evrópulönd þar sem ekki telst eðlilegt að hafa breytingar á fasteignaverði í verðbólgutölum. Svo ef fasteignaverð er helmingurinn af verðbólgunni þá er verðbólgan helmingi lægri í samanburði. Svo það sem eiginlega er verið að gera á Íslandi er að ræna venjulegt fólk mestöllu sem það á með lánahækkunum í krafti verðtryggingar. Þetta er gert á nokkurra ára fresti.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Aukinn kaupmáttur? hvernig má það vera í þessari verðbólgu og dýrtíð? Eru þetta meðaltalstölur?
    1
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Sama og með aukna einkaneyslu. Villandi tölur því ekki er bara stuðst við nauðsynlegt og nægjanlegt I gagnaöflun. Svo 50 % villa kæmi ekki a óvart. Hefur gerst áður og stafar af óvönduðum og ófullnægjandi gagnaöflun. Þau eru ekki sannreynd.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár