Nýjar spátölur frá Seðlabankanum draga upp dekkri mynd af útlitinu fyrir hagkerfi Íslands heldur en fyrri tölur í maí. Tölurnar sýna að Ísland stendur verr en helstu viðmiðunarlönd þegar kemur að verðbólgu, hagvexti og vöxtum. Sjálfbærni hagkerfisins minnkar með minni útflutningi og meiri einkaneyslu.
Samkvæmt útreikningum Seðlabankans ber húsnæðiskostnaður ábyrgð á helmingi verðbólgunnar, en peningastefnunefnd bankans ákveður engu að síður að fresta lækkun þess vaxtakostnaðar og halda þess í stað stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% eftir heilt ár í sömu tölu.
Háir vextir og rýr hagvöxtur
Þetta þýðir að stýrivextir á Íslandi verða áfram mun hærri en í viðmiðunarlöndum. Til samanburðar hafa vextirnir í Danmörku og Svíþjóð verið lækkaðir í 3,35% og 3,5%, en í Noregi 4,5%. Stýrivextir hérlendis eru nálægt Kyrgistan, Tadjikistan, Hvíta-Rússlandi (Belarús), Úganda og Úrugvæ. Engin Evrópulönd eru með hærri stýrivexti en Ísland ef frá eru talin Belarús og svo Úkraína og Rússland sem nú eru í stríði. …
Athugasemdir (3)