Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un um ákvörð­un sína að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans verða því áfram 9,25 pró­sent en þeir voru síð­ast hækk­að­ir fyr­ir ári síð­an. Í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar er bent á verð­bólga hafi hækk­að lít­il­lega frá síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar og verð­bólgu­vænt­ing­ar bank­ans hafa tek­ið breyt­ing­um.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár
Vextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir munu því áfram vera 9,25 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar er bent á að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar eftir að dregist nokkuð saman á fyrri hluta ársins. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí og hafði þá hækkað 0,5 prósentustig milli mánaða. 

„Undirliggjandi verðbólga er enn mikil og verðhækkanir eru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafa einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Hægt hefur á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna er þó enn til staðar í þjóðarbúinu og hefur lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

Þá telur nefndin að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná verðbólgu niður í ásættanlegt horf.

„Peningastefnunefnd telur að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalla á varkárni. Mótun peningastefnunnar mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Vonbrigði fyrir aðila á vinnumarkaði

Í aðdraganda fundar peningastefnunefndar Seðlabankans sendu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem minnt er á að markmið nýlegra langtímakjarasamninga væru að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi.  

Í yfirlýsingunni er bent á að greina megi augljós merki þess í atvinnulífinu að hagkerfið sé að kólna og að verðbólga mæld á ársgrundvelli hafi lækkað úr 7,7 prósentum í 6,3 prósent. 

„Háir raunvextir eru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili, standa fjárfestingu í framtíðar verðmætasköpun fyrir þrifum og draga úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.  Það er því mikilvægt að Seðlabankinn sé framsýnn í sínum ákvörðunum þegar kemur að ákvörðun um stýrivexti,“ segir í yfirlýsingu ASÍ og SA. 


Fréttin hefur verið uppfærð
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Það kostar að vera stöðugu ástarsambandi við litlu sætu krónuna.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ekki alveg viss en ég held þetta sé heimasíða peningastefnunefndar.
    https://worldofwarcraft.blizzard.com/en-us/
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við hverju búast menn ? Seðló er með kerfi og röksemdir sem byggjast á bulli og væntingum en ekki nauðsynlegum og nægjanlegum gögnum né greiningu. En þeir eru ábyrgðarlausir og valdaðir af kerfinu... svo takk fyrir óskhyggjuna þið velviljuðu frelsarar og baráttumenn fyrir góðum málum... virðist sem þið hafið enn eina ferðina klúðrað málum... og nú á að bíða þar til september á næsta ári eftir viðbrögðum ? Þið samlandar mínir eru illilega veruleikafyrrtir óshyggju og væntinga draumalið. Staðreyndirnar hafa alltaf legið fyrir en þið VILJIÐ ekki hrófla við kerfinu... ekki satt.
    -1
  • SV
    Sigurgeir Vilmundarson skrifaði
    Ætlar heimildin ekkert að taka fyrir ruglið sem viðgengst í seðlabankanum. Það er eitthvað að úldna í svörtuloftum
    3
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Væru búnir að því ef það hentaði málstaðnum... en þeir fleyta bara kerlingar blessaðir. Kurteisi trompar sannleikann... ja svei.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár