Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un um ákvörð­un sína að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans verða því áfram 9,25 pró­sent en þeir voru síð­ast hækk­að­ir fyr­ir ári síð­an. Í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar er bent á verð­bólga hafi hækk­að lít­il­lega frá síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar og verð­bólgu­vænt­ing­ar bank­ans hafa tek­ið breyt­ing­um.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár
Vextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir munu því áfram vera 9,25 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar er bent á að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar eftir að dregist nokkuð saman á fyrri hluta ársins. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí og hafði þá hækkað 0,5 prósentustig milli mánaða. 

„Undirliggjandi verðbólga er enn mikil og verðhækkanir eru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafa einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Hægt hefur á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna er þó enn til staðar í þjóðarbúinu og hefur lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

Þá telur nefndin að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná verðbólgu niður í ásættanlegt horf.

„Peningastefnunefnd telur að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalla á varkárni. Mótun peningastefnunnar mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Vonbrigði fyrir aðila á vinnumarkaði

Í aðdraganda fundar peningastefnunefndar Seðlabankans sendu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem minnt er á að markmið nýlegra langtímakjarasamninga væru að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi.  

Í yfirlýsingunni er bent á að greina megi augljós merki þess í atvinnulífinu að hagkerfið sé að kólna og að verðbólga mæld á ársgrundvelli hafi lækkað úr 7,7 prósentum í 6,3 prósent. 

„Háir raunvextir eru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili, standa fjárfestingu í framtíðar verðmætasköpun fyrir þrifum og draga úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.  Það er því mikilvægt að Seðlabankinn sé framsýnn í sínum ákvörðunum þegar kemur að ákvörðun um stýrivexti,“ segir í yfirlýsingu ASÍ og SA. 


Fréttin hefur verið uppfærð
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Það kostar að vera stöðugu ástarsambandi við litlu sætu krónuna.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ekki alveg viss en ég held þetta sé heimasíða peningastefnunefndar.
    https://worldofwarcraft.blizzard.com/en-us/
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við hverju búast menn ? Seðló er með kerfi og röksemdir sem byggjast á bulli og væntingum en ekki nauðsynlegum og nægjanlegum gögnum né greiningu. En þeir eru ábyrgðarlausir og valdaðir af kerfinu... svo takk fyrir óskhyggjuna þið velviljuðu frelsarar og baráttumenn fyrir góðum málum... virðist sem þið hafið enn eina ferðina klúðrað málum... og nú á að bíða þar til september á næsta ári eftir viðbrögðum ? Þið samlandar mínir eru illilega veruleikafyrrtir óshyggju og væntinga draumalið. Staðreyndirnar hafa alltaf legið fyrir en þið VILJIÐ ekki hrófla við kerfinu... ekki satt.
    -1
  • SV
    Sigurgeir Vilmundarson skrifaði
    Ætlar heimildin ekkert að taka fyrir ruglið sem viðgengst í seðlabankanum. Það er eitthvað að úldna í svörtuloftum
    3
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Væru búnir að því ef það hentaði málstaðnum... en þeir fleyta bara kerlingar blessaðir. Kurteisi trompar sannleikann... ja svei.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu