Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un um ákvörð­un sína að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans verða því áfram 9,25 pró­sent en þeir voru síð­ast hækk­að­ir fyr­ir ári síð­an. Í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar er bent á verð­bólga hafi hækk­að lít­il­lega frá síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar og verð­bólgu­vænt­ing­ar bank­ans hafa tek­ið breyt­ing­um.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár
Vextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir munu því áfram vera 9,25 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar er bent á að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar eftir að dregist nokkuð saman á fyrri hluta ársins. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí og hafði þá hækkað 0,5 prósentustig milli mánaða. 

„Undirliggjandi verðbólga er enn mikil og verðhækkanir eru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafa einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Hægt hefur á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna er þó enn til staðar í þjóðarbúinu og hefur lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

Þá telur nefndin að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná verðbólgu niður í ásættanlegt horf.

„Peningastefnunefnd telur að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalla á varkárni. Mótun peningastefnunnar mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Vonbrigði fyrir aðila á vinnumarkaði

Í aðdraganda fundar peningastefnunefndar Seðlabankans sendu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem minnt er á að markmið nýlegra langtímakjarasamninga væru að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi.  

Í yfirlýsingunni er bent á að greina megi augljós merki þess í atvinnulífinu að hagkerfið sé að kólna og að verðbólga mæld á ársgrundvelli hafi lækkað úr 7,7 prósentum í 6,3 prósent. 

„Háir raunvextir eru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili, standa fjárfestingu í framtíðar verðmætasköpun fyrir þrifum og draga úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.  Það er því mikilvægt að Seðlabankinn sé framsýnn í sínum ákvörðunum þegar kemur að ákvörðun um stýrivexti,“ segir í yfirlýsingu ASÍ og SA. 


Fréttin hefur verið uppfærð
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Það kostar að vera stöðugu ástarsambandi við litlu sætu krónuna.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ekki alveg viss en ég held þetta sé heimasíða peningastefnunefndar.
    https://worldofwarcraft.blizzard.com/en-us/
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við hverju búast menn ? Seðló er með kerfi og röksemdir sem byggjast á bulli og væntingum en ekki nauðsynlegum og nægjanlegum gögnum né greiningu. En þeir eru ábyrgðarlausir og valdaðir af kerfinu... svo takk fyrir óskhyggjuna þið velviljuðu frelsarar og baráttumenn fyrir góðum málum... virðist sem þið hafið enn eina ferðina klúðrað málum... og nú á að bíða þar til september á næsta ári eftir viðbrögðum ? Þið samlandar mínir eru illilega veruleikafyrrtir óshyggju og væntinga draumalið. Staðreyndirnar hafa alltaf legið fyrir en þið VILJIÐ ekki hrófla við kerfinu... ekki satt.
    -1
  • SV
    Sigurgeir Vilmundarson skrifaði
    Ætlar heimildin ekkert að taka fyrir ruglið sem viðgengst í seðlabankanum. Það er eitthvað að úldna í svörtuloftum
    3
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Væru búnir að því ef það hentaði málstaðnum... en þeir fleyta bara kerlingar blessaðir. Kurteisi trompar sannleikann... ja svei.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helgi Gunnlaugsson
4
PistillUppgjör ársins 2024

Helgi Gunnlaugsson

Hug­leið­ing­ar af­brota­fræð­ings við ára­mót

Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræð­ing­ur er orð­inn 67 ára og seg­ir ár­in líða sí­fellt hrað­ar með hækk­andi aldri. Í per­sónu­legu sem og fræði­legu upp­gjöri seg­ir hann fjölda mann­drápa veru­legt áhyggju­efni, en þau hafa aldrei ver­ið fleiri á einu ári hér á landi. Þá veki það ugg að börn sem gerend­ur og þo­lend­ur komi meira við sögu í mann­dráps­mál­um en áð­ur.
Árið í myndum: Fólkið sem flúði og fólkið sem mótmælti
5
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Fólk­ið sem flúði og fólk­ið sem mót­mælti

Ís­lend­ing­ar kynnt­ust þó nokkr­um Palestínu­mönn­um á ár­inu, fólki sem flúði sprengjuregn Ísra­els­hers í heimalandi þeirra. Fjöl­marg­ir stóðu upp og köll­uðu eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd stigu fast­ar til jarð­ar hvað varð­aði and­stöðu við stríð­ið og ein­kennd­ist fyrri hluti árs­ins af mót­mæl­um. Hér er far­ið yf­ir þessa at­burði í mynd­um og nokkr­um orð­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár