Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands til­kynnti í morg­un um ákvörð­un sína að halda stýri­vöxt­um óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans verða því áfram 9,25 pró­sent en þeir voru síð­ast hækk­að­ir fyr­ir ári síð­an. Í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar er bent á verð­bólga hafi hækk­að lít­il­lega frá síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar og verð­bólgu­vænt­ing­ar bank­ans hafa tek­ið breyt­ing­um.

Halda vöxtum óbreyttum: Hafa staðið í 9,25 prósentum í eitt ár
Vextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Mynd: Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir munu því áfram vera 9,25 prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar er bent á að verðbólga hafi aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar eftir að dregist nokkuð saman á fyrri hluta ársins. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí og hafði þá hækkað 0,5 prósentustig milli mánaða. 

„Undirliggjandi verðbólga er enn mikil og verðhækkanir eru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þungt. Verðbólguvæntingar hafa einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Hægt hefur á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna er þó enn til staðar í þjóðarbúinu og hefur lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

Þá telur nefndin að það muni taka „nokkurn tíma“ að ná verðbólgu niður í ásættanlegt horf.

„Peningastefnunefnd telur að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalla á varkárni. Mótun peningastefnunnar mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Vonbrigði fyrir aðila á vinnumarkaði

Í aðdraganda fundar peningastefnunefndar Seðlabankans sendu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem minnt er á að markmið nýlegra langtímakjarasamninga væru að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi.  

Í yfirlýsingunni er bent á að greina megi augljós merki þess í atvinnulífinu að hagkerfið sé að kólna og að verðbólga mæld á ársgrundvelli hafi lækkað úr 7,7 prósentum í 6,3 prósent. 

„Háir raunvextir eru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili, standa fjárfestingu í framtíðar verðmætasköpun fyrir þrifum og draga úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði.  Það er því mikilvægt að Seðlabankinn sé framsýnn í sínum ákvörðunum þegar kemur að ákvörðun um stýrivexti,“ segir í yfirlýsingu ASÍ og SA. 


Fréttin hefur verið uppfærð
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Það kostar að vera stöðugu ástarsambandi við litlu sætu krónuna.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ekki alveg viss en ég held þetta sé heimasíða peningastefnunefndar.
    https://worldofwarcraft.blizzard.com/en-us/
    4
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Við hverju búast menn ? Seðló er með kerfi og röksemdir sem byggjast á bulli og væntingum en ekki nauðsynlegum og nægjanlegum gögnum né greiningu. En þeir eru ábyrgðarlausir og valdaðir af kerfinu... svo takk fyrir óskhyggjuna þið velviljuðu frelsarar og baráttumenn fyrir góðum málum... virðist sem þið hafið enn eina ferðina klúðrað málum... og nú á að bíða þar til september á næsta ári eftir viðbrögðum ? Þið samlandar mínir eru illilega veruleikafyrrtir óshyggju og væntinga draumalið. Staðreyndirnar hafa alltaf legið fyrir en þið VILJIÐ ekki hrófla við kerfinu... ekki satt.
    -1
  • SV
    Sigurgeir Vilmundarson skrifaði
    Ætlar heimildin ekkert að taka fyrir ruglið sem viðgengst í seðlabankanum. Það er eitthvað að úldna í svörtuloftum
    3
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Væru búnir að því ef það hentaði málstaðnum... en þeir fleyta bara kerlingar blessaðir. Kurteisi trompar sannleikann... ja svei.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár