Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla

Hóp­ur ástr­alskra vís­inda­manna safn­aði bor­kjörn­um úr Kór­alrif­inu mikla, las í „ár­hringi“ kór­all­anna og komst að slá­andi nið­ur­stöðu.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla
Skjaldbaka á sundi við Lizard-eyju sem er hluti af Kóralrifinu mikla í apríl á þessu ári. Mynd: AFP

Sjávarhiti í og við Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu hefur ekki verið meiri í 400 ár. Þetta er hægt að lesa úr nokkurs konar „árhringjum“ kórallanna. Nálgun þessari, til að meta áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum, hefur sjaldan verið beitt en sýnir, að mati vísindamannanna sem hana framkvæmdu, að álag á þetta stærsta staka vistkerfi jarðar hefur ekki verið meira í margar aldir.

„Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu“
Benjamin Henley,
Háskólanum í Melbourne.

Kóralrifið mikla teygir sig um 2.400 kílómetra undan ströndum Queensland-fylkis í Ástralíu. Það hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1981. Undanfarin ár hefur fölnun þess, sem er að einhverju leyti hluti af náttúrulegu ferli, verið meiri og varað lengur en áður þekktist. Skýringin er sögð hækkandi sjávarhiti. Og þegar betur er að gáð, líkt og hópur vísindamanna úr háskólum víðsvegar um Ástralíu hefur nú gert, var hitastigið í og við rifið stöðugt í hundruð ára en hóf að hækka óeðlilega um aldamótin 1900. Þá hækkun, sem enn er í gangi, má rekja til mannanna verka að mati vísindahópsins.

Til að komast að þessum niðurstöðum sínum voru nýttir borkjarnar úr kóröllum rifsins sem reyndust geyma í sér upplýsingar um sumarhita hafsins aftur til ársins 1618. Til viðbótar voru notaðar margvísleg önnur gögn, m.a. úr gervitunglum og frá skipum.

Frá árinu 2016 hefur mikil fölnun (e. bleaching) átt sér stað fimm sinnum á Kóralrifinu mikla. Fölunin er viðbragð við álagi vegna hita og ef hún stendur lengi endar ferlið með dauða kórallanna. „Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Benjamin Henley, vísindamanni við Háskólann í Melbourne og einum höfunda rannsóknarinnar.

Kóralrif gegna margvíslegu hlutverki. Þau vernda t.d. strandir við landrofi, eru heimkynni þúsunda tegunda fiska og annarra lífvera og eru í seinni tíð mikilvæg tekjulind í ferðaþjónustu.

Umfangsmikil fölnun hefur orðið á kóralrifjum á 54 svæðum í heiminum frá því í febrúar í fyrra. Það ár var það heitasta í sögunni og útlit er fyrir að árið í ár slái það met.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár