Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla

Hóp­ur ástr­alskra vís­inda­manna safn­aði bor­kjörn­um úr Kór­alrif­inu mikla, las í „ár­hringi“ kór­all­anna og komst að slá­andi nið­ur­stöðu.

Mesti sjávarhiti í 400 ár ógnar tilvist Kóralrifsins mikla
Skjaldbaka á sundi við Lizard-eyju sem er hluti af Kóralrifinu mikla í apríl á þessu ári. Mynd: AFP

Sjávarhiti í og við Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu hefur ekki verið meiri í 400 ár. Þetta er hægt að lesa úr nokkurs konar „árhringjum“ kórallanna. Nálgun þessari, til að meta áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum, hefur sjaldan verið beitt en sýnir, að mati vísindamannanna sem hana framkvæmdu, að álag á þetta stærsta staka vistkerfi jarðar hefur ekki verið meira í margar aldir.

„Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu“
Benjamin Henley,
Háskólanum í Melbourne.

Kóralrifið mikla teygir sig um 2.400 kílómetra undan ströndum Queensland-fylkis í Ástralíu. Það hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 1981. Undanfarin ár hefur fölnun þess, sem er að einhverju leyti hluti af náttúrulegu ferli, verið meiri og varað lengur en áður þekktist. Skýringin er sögð hækkandi sjávarhiti. Og þegar betur er að gáð, líkt og hópur vísindamanna úr háskólum víðsvegar um Ástralíu hefur nú gert, var hitastigið í og við rifið stöðugt í hundruð ára en hóf að hækka óeðlilega um aldamótin 1900. Þá hækkun, sem enn er í gangi, má rekja til mannanna verka að mati vísindahópsins.

Til að komast að þessum niðurstöðum sínum voru nýttir borkjarnar úr kóröllum rifsins sem reyndust geyma í sér upplýsingar um sumarhita hafsins aftur til ársins 1618. Til viðbótar voru notaðar margvísleg önnur gögn, m.a. úr gervitunglum og frá skipum.

Frá árinu 2016 hefur mikil fölnun (e. bleaching) átt sér stað fimm sinnum á Kóralrifinu mikla. Fölunin er viðbragð við álagi vegna hita og ef hún stendur lengi endar ferlið með dauða kórallanna. „Jörðin er að tapa einu helsta kennileiti sínu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Benjamin Henley, vísindamanni við Háskólann í Melbourne og einum höfunda rannsóknarinnar.

Kóralrif gegna margvíslegu hlutverki. Þau vernda t.d. strandir við landrofi, eru heimkynni þúsunda tegunda fiska og annarra lífvera og eru í seinni tíð mikilvæg tekjulind í ferðaþjónustu.

Umfangsmikil fölnun hefur orðið á kóralrifjum á 54 svæðum í heiminum frá því í febrúar í fyrra. Það ár var það heitasta í sögunni og útlit er fyrir að árið í ár slái það met.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár