Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 8 árum.

Af glingrinu hans Guðna

Við embættis­töku bera ný­ir for­set­ar gull­keðj­ur og stór­ridd­ara­stjörn­ur í kjól­föt­um. Minn­ir helst á krýn­ing­ar er­lendra kónga. Kannski eðli­lega.

Af glingrinu hans Guðna
Guðni og Eliza báru bæði stjörnu stórkrossriddara, lögum samkvæmt. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Guðni Th. Jóhannesson sór í gær eið að forsetaembættinu við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Athöfnin er ein sú formfastasta í íslenskri stjórnskipan enda byggir íslenska lýðveldið að miklu leyti á þeim hefðum sem tíðkuðust í herraríkinu Danmörku árið 1944. Þá var þeim köflum stjórnarskrárinnar sem lutu að konungi snúið svo forseti væri hér æðsti landshöfðingi.

Þannig hefur það verið allt síðan Sveinn Björnsson sór eið að embættinu á Þingvöllum fyrstur manna 17. júní 1944, við stofnun lýðveldisins. Verandi réttkjörinn þjóðhöfðingi Íslendinga bar Guðni öll tákn þjóðhöfðingja Íslands; stórkross með keðju stórmeistara hinnar íslensku fálkaorðu. Einnig bar hann á jakkanum stjörnu stórkrossriddara fálkaorðunnar. Eliza Reid, eiginkona Guðna, bar stjörnuna einnig.

Guðni bar stórkross með keðju, æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu, og stjörnu stórkrossriddara. Eliza Reid bar einnig stjörnuna. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti bar sinn stórkross í borða.

Sem forseti Íslands er Guðni orðinn stórmeistari hinnar íslensku fálkaorðu og ræður því hverjir á endanum hljóta orðurnar. Orðunefnd veitir hinsvegar tilnefningnar til stórmeistarans. Samkvæmt hefðinni eru orðurnar veittar að minnsta kosti tvisvar á ári; á þjóðhátíðardaginn 17. júní og á nýársdag. Síðan Kristján tíundi Danakonungur stofnaði til orðunnar sumarið 1921 hefur hafa mörgþúsund manns hlotið viðurkenninguna á fjórum stigum.

Táknin sem Guðni bar eru þess vegna merki stórmeistara fálkaorðunnar, fimmta og æðsta stigs fálkaorðunnar. Í forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu segir að „[v]ið hátíðleg tækifæri“ skuli stórmeistarinn bera orðuna í gullinni keðju um hálsinn, auk stjörnunnar. Þá fyrst fer orðan að verða nær einstök þegar hún hangir í gullhlekkjum þar sem gullslegið skjaldamerki hangir á víxl við blásteindan skjöld með mynd af silfurfálka sem lyftir vængjum til flugs.

Stórriddarakross í keðju er æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu. Forseti Íslands fær að bera það einn Íslendinga.

Sigillum ordinis falconis Islandiæ

Slíkan skrúða bera einungis þjóðhöfðingjar og aðeins einn Íslendingur hverju sinni, nefnilega sitjandi forseti Íslands. Erlendum þjóðhöfðingjum hefur einnig verið veitt keðja stórkross fálkaorðunnar. Ásgeir Ásgeirsson veitti Friðriki Danakonungi þennan heiður í fyrstu opinberu heimsókn íslensk þjóðhöfðingja til Danmerkur árið 1954. Elísabet II Englandsdrottning fékk einnig slíka gjöf frá Ásgeiri er hann flaug til London níu árum síðar, svo aðeins tvö dæmi séu tekin.

Fyrrverandi forsetar Íslands, þau Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, báru sínar orður við embættistöku Guðna. Glöggir áhorfendur hafa kannski tekið eftir að þau báru bæði stórkrossinn í borða yfir brjóstið og niður á mitti, auk silfraðrar stórkrossstjörnu.

Handhafar forsetavaldsins, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, báru sínar orður einnig. Markús var sæmdur stórriddarakrossi árið 2005 og Einar sæmdur stórrriddarakrossi árið 2014. Sigurður Ingi var sæmdur stórriddarakrossi nýverið eftir að hafa tekið við forsætisráðuneytinu.

Handhafar forsetavaldsins með orðurnar sínar.

Aftan á öllum fálkaorðum stendur í gullslegnum stöfum „Seytjándi júní 1944“ til að minnast stofndags íslenska lýðveldisins. Og fálkaorðan hefur einnig einkunarorð: „Eigi víkja“, sem voru einkunarorð Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öldinni. Þá má geta þess að áletrunin á innsiglinu, sem er stórkrossstjarnan, er á latínu: „Sigillum ordinis falconis Islandiæ“ eða „Innsigli hinnar íslensku fálkaorðu“.

Torræð tákn í nútímanum

Sumum kann kannski að finnast þetta heldur mikið í lagt; óþarfa prjál þar sem púkkað er upp á stjórnmálamenn og valdsleikjur hverjar sem þær kunna að vera. Það er hins vegar svo að um orðuveitingarnar gilda reglur og rökstyðja þarf hverja orðuveitingu vandlega. Ekki má svo gleyma að orðuveitingar eru mikilvægt verkfæri í utanríkismálum. Yrði ekki hver Íslendingur impóneraður ef Guðna yrði veitt riddaratign t.a.m. í Bretlandi? Það væri í það minnsta til merkis um að einhver væri ánægður með Íslendinga.

Myndmálið kann hins vegar að vera torskiljanlegra. Við myndun samfélaga, hvort sem þau eru trúarleg eða veraldleg, verður til myndmál og þar liggur rótin í allri merkjagerð. Allir þekkja til dæmis krossinn sem er merki kristinna manna og Davíðsstjörnuna sem er merki gyðinga. Íslenska lýðveldið á á sama hátt skjaldarmerki, og það hefur Reykjavík einnig og Kópavogur.

Orðuveitingar eru í eðli sínu sprotnar af rómantískum hugsjónum nítjándu aldar; það þarf að veita þeim sem hefur látið af sér gott leiða upphafningu, útnefna sem mikilmenn og reka þá til æðstu metorða. Íslendingar áttu þess kost að hljóta danskar orður þar til 1921 þegar Kristján tíundi kom í heimsókn til Íslands og stofnaði hina íslensku fálkaorðu, að ósk Alþingis.

Í grein Guðmundar Odds Magnússonar í hausthefti tímaritsins Sögu árið 2009 er fjallað um táknmyndina fálkann í hugum Íslendinga. Hún var alls ekki ný þegar fálkaorðan var stofnuð heldur hafði fálkinn verið notaður í ýmsum innsiglum þjóðfrelsissinna á síðari hluta 19. aldar. Fálkinn kom sér einnig notalega fyrir á skjaldarmerki Íslands árið 1903 í staðinn fyrir þorskinn. Síðar var landvættunum komið á skjaldarmerkið en fálkanum leyft að hreiðra um sig á orðunum.

Fálkinn er tignarlegur fugl og var hugsanlega valinn sem táknmynd fyrir Ísland vegna mikils fálkaútflutnings Íslendinga á nítjándu öld og á öndverðri 20. öld. Fyrst þegar fálkinn var settur á skjaldarmerkið árið 1903 var hann teiknaður sitjandi, með vængina með hliðunum. Íslenskum þjóðfrelsissinnum þótti það hins vegar ekki nógu sterkt og þess vegna var ný mynd teiknuð á fálkaorðurnar. Danski teiknarinn Hans Christian Tegner var fenginn til verksins og á teikningu hans býr fálki sig til flugs með útþanda vængi. Það má kannski ráða dýpra myndmál í þessa nýju teikningu enda hafði Ísland hlotið sjálfstæði frá Dönum 1918 og var endanlega flogið á brott úr danska konungsríkinu tveimur áratugum síðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár