Fylgi flokka breyttist lítið á milli kannanna hjá Þjóðarpúlsi Gallup. Ein helsta breytingin er að Sósíalistaflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og mældist með 4,7 prósent fylgist. Sem myndi þó ekki duga til að koma manni inn á þing. Tekið er fram í tilkynningu Gallup að munurinn á fylgi annara flokka milli mælinga sé ekki tölfræðilega marktækur.
Þá mælist fylgi Vinstri grænna enn undir fimm prósentum. Að þessu sinni stendur fylgið í 3,5 prósentum en í júní stóð það í fjórum prósentustigum. Sem þýðir að öllu óbreyttu myndi flokkurinn þurrkast út af þingi ef gengið yrði til kosninga í dag.
Samfylkingin mælist með mesta fylgið þar sem tæplega 28 prósent þátttakenda sögðust munu kjósa flokkinn. Þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,2 prósent fylgi. Miðflokkurinn viðheldur einnig þeirri fylgisaukningu sem flokkurinn hefur notið undanfarna mánuði og mælist með 14,6 prósent fylgi.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um eitt prósentustig og mælist nú 27 prósent.
Athugasemdir (1)