Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vöknuðu upp við vondan draum

Ís­lensku­kenn­ar­arn­ir Guð­rún Árna­dótt­ir og Þor­gerð­ur Jör­unds­dótt­ir bjugg­ust ekki við því að þurfa að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um nem­enda sinna. Í dag eru þær í þeirri stöðu því þeim er mis­boð­ið. Nokkr­ir af fyrr­ver­andi nem­end­um þeirra eru nán­ast al­gjör­lega rétt­inda­laus­ir hér á landi.

Vöknuðu upp við vondan draum
Kennarar Guðrún (t.v.) og Þorgerður (t.h.) bjuggust ekki við að þurfa að tala fyrir réttindum nemenda sinna. Nú sjá þær engan annan kost í stöðunni. Mynd: RÞ

Íslenskukennarar sem hafa tengst hælisleitendum sem búa hér á landi nánast réttindalausir segja að þeim sé misboðið yfir framkomu stjórnvalda gagnvart hópnum. Þær bjuggust ekki við að þurfa nokkurn tímann að berjast fyrir réttindum nemenda sinna en þær eru í þeirri stöðu í dag, einfaldlega vegna þess að þær geta ekki annað.

„Flest þeirra hafa verið nemendur okkar. Svo vaknar maður bara upp við vondan draum. Allt þetta fólk sem maður er búinn að vera að kenna er allt í einu komið á götuna og í neyðarskýlið,“ segir annar kennaranna – Þorgerður Jörundsdóttir. 

Kennararnir, sem hafa báðir kennt íslensku í áraraðir, starfa hjá íslenskuskólanum Dósaverksmiðjunni, og hitta þær þar meðal annarra hælisleitendur. Þeir stoppa stundum stutt en þegar kórónuveirufaraldurinn fór af stað fyrir fjórum árum síðan ílengdust sumir þeirra í námi hjá Dósaverksmiðjunni vegna þess að þeir komust …

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinunn Theodórsdóttir skrifaði
    Vá hvað ég er sammála þessum konum. Það er hræðilegt hvernig komið er fram við fólk sem hefur upplifað vonda hluti og svo er bara endalaus höfnun. Ég hef líka verið að hjálpa hælisleitendum og kennt þeim íslensku.
    10
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Það eru ekki ALLIR Íslendingar skíthælar
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í neyðarskýlinu

Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár