Íslenskukennarar sem hafa tengst hælisleitendum sem búa hér á landi nánast réttindalausir segja að þeim sé misboðið yfir framkomu stjórnvalda gagnvart hópnum. Þær bjuggust ekki við að þurfa nokkurn tímann að berjast fyrir réttindum nemenda sinna en þær eru í þeirri stöðu í dag, einfaldlega vegna þess að þær geta ekki annað.
„Flest þeirra hafa verið nemendur okkar. Svo vaknar maður bara upp við vondan draum. Allt þetta fólk sem maður er búinn að vera að kenna er allt í einu komið á götuna og í neyðarskýlið,“ segir annar kennaranna – Þorgerður Jörundsdóttir.
Kennararnir, sem hafa báðir kennt íslensku í áraraðir, starfa hjá íslenskuskólanum Dósaverksmiðjunni, og hitta þær þar meðal annarra hælisleitendur. Þeir stoppa stundum stutt en þegar kórónuveirufaraldurinn fór af stað fyrir fjórum árum síðan ílengdust sumir þeirra í námi hjá Dósaverksmiðjunni vegna þess að þeir komust …
Athugasemdir (2)