Glímir við íslensku nasistana á X

Múslima­hat­ur og öfga­full við­horf hafa færst í auk­ana á sam­fé­lags­miðl­in­um sem áð­ur hét Twitter. Fríða Þor­kels­dótt­ir seg­ist ekki geta mælt með því að rök­ræða við ís­lenska not­end­ur sem dreifa slík­um skoð­un­um.

Glímir við íslensku nasistana á X
Fríða Þorkelsdóttir X notandi segir mikilvægt að sjá skoðanir annarra svo fólk festist ekki í bergmálshelli. Mynd: Golli

Síðan auðjöfurinn Elon Musk keypti samfélagsmiðilinn Twitter og breytti nafni hans í X hefur hann sætt ásökunum fyrir að gefa öfgafullri og hatursfullri orðræðu sess. Einn notandi síðunnar hefur reynt að rökræða við þá Íslendinga sem birta skoðanir í þeim anda en hefur ekki haft erindi sem erfiði.

Fríða Þorkelsdóttir hefur verið virk á síðunni í um áratug. „Það hefur breyst mjög mikið á þeim tíma,“ segir hún. „Þetta var vinsælt fyrir nokkrum árum en svo hættu margir Íslendingar eftir að þetta varð X. Mér finnst ég bæði fá mikið af upplýsingum og fréttum þarna og svo er þetta líka bara skemmtilegt út af „memes“ og fólki að vera fyndið. Stundum fer fólk að rífast og það er ákveðið skemmtanagildi í því.“

Fræðimenn hafa varað við því að notendur sem dreifa gyðinga- eða múslimahatri á X fái aukna athygli þar sem algóriþmi forritsins verðlauni efni sem sjokkerar og stuðlar að …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vaknaðu við sólarupprás.
    Borðaðu morgunmat.
    Farðu í gönguferð.
    Hlustaðu á fuglana.
    Klappaðu hundi.
    Leiktu við barn.
    Sýndu auðmýkt og aldrei, aldrei sleppa því að berja nasista.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár