Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Píratar leggja niður 12 þúsund manna Facebook hóp

Pírat­ar hafa af­tengt sig „Pírata­spjall­inu“ á Face­book og reyna að finna sér nýj­an um­ræðu­vett­vang.

Píratar leggja niður 12 þúsund manna Facebook hóp
Facebook hópur Píratar leggja niður vinsælan Facebook hóp sinn. Mynd: Shutterstock

Facebook hópurinn „Pírataspjallið 2“, sem er með tæplega 12 þúsund meðlimi, er nú læstur og nafninu hefur verið breytt í „Vettvanginn“. Ástæðan er sú að Píratar hafa ákveðið að aftengja hreyfinguna við spjallið.

Facebook hópurinn hefur verið til í 11 ár og var vinsæll vettvangur fyrir almenna þjóðfélagsumræðu. Umræður úr honum hafa oft borist í fjölmiðla og vakið athygli. Píratar gerðu gagngerar breytingar á spjallinu fyrir nokkrum árum og héldu umræðufund um hópinn í maí í fyrra. „Umræður hafa þar oft byggt á misskilningi og jafnvel ósannindum um Pírata,“ stóð í fundarboðinu.

Eins og stendur er ekki hægt að skrifa færslur í hópinn. Efst hefur verið fest tilkynning frá Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata, þess efnis að unnið sé að því að leggja hópinn niður.

„Kæru meðlimir Pírataspjallsins,“ segir í tilkynningunni. „Þegar Pírataspjallið var stofnað var það hugsað sem vettvangur þar sem fólk ræddi málefni Pírata. Spjallið hefur þróast töluvert og …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár