Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar

Hjalla­stefn­an hef­ur hug á að reka leik­skóla að Drápu­hlíð 14–16, í hús­næði sem þar til ný­ver­ið hýsti Heilsu­gæsl­una Hlíð­um.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar
Til þjónustu Að Drápuhlíð 14-16 var heilsugæslustöð rekin í mörg ár en hún hefur nú flutt og húsið, sem er rúmlega 800 fermetrar, staðið autt síðan. Það var boðið til sölu í júní. Mynd: Ríkiskaup

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í erindi Hjallastefnunnar um rekstur leikskóla í einbýlishúsi við Drápuhlíð sem þar til nýverið hýsti Heilsugæsluna Hlíðum.

Hjallastefnan ehf., sem rekur sautján leik- og grunnskóla um allt land, sendi í maí skipulagsfulltrúa fyrirspurn um breytingu á notkun Drápuhlíðar 14–16 úr heilsugæslu í leikskóla. Fyrirspurnin var tekin fyrir og birt nýverið ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. Þar segir m.a. að húsið sem um ræði sé steypt, tvílyft hús sem byggt var árið 1958. Heilsugæslan sem var áður í húsinu er nú flutt í nýtt húsnæði í Skógarhlíð og því engin starfsemi í því í dag.

Í hverfisskipulagi fyrir Hlíðar, sem er í samþykktarferli, er fjallað um að þarna þurfi að lagfæra lóðina og útbúa gott dvalarsvæði í stað bílastæðis sem er þar í dag. „Fordæmi er fyrir því að hafa leikskóla á íbúðarsvæði enda fellur starfsemi leikskóla undir grunnþjónustu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. „Jákvætt er tekið í erindið,“ segir svo í niðurstöðu hans.

Ríkiskaup auglýstu Drápuhlíð 14–16 til sölu í sumarbyrjun og var uppsett verð á þessari rúmlega 800 fermetra eign tæpar 400 milljónir króna. Eignin var fljótlega seld, en með fyrirvara.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár