Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar

Hjalla­stefn­an hef­ur hug á að reka leik­skóla að Drápu­hlíð 14–16, í hús­næði sem þar til ný­ver­ið hýsti Heilsu­gæsl­una Hlíð­um.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar
Til þjónustu Að Drápuhlíð 14-16 var heilsugæslustöð rekin í mörg ár en hún hefur nú flutt og húsið, sem er rúmlega 800 fermetrar, staðið autt síðan. Það var boðið til sölu í júní. Mynd: Ríkiskaup

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í erindi Hjallastefnunnar um rekstur leikskóla í einbýlishúsi við Drápuhlíð sem þar til nýverið hýsti Heilsugæsluna Hlíðum.

Hjallastefnan ehf., sem rekur sautján leik- og grunnskóla um allt land, sendi í maí skipulagsfulltrúa fyrirspurn um breytingu á notkun Drápuhlíðar 14–16 úr heilsugæslu í leikskóla. Fyrirspurnin var tekin fyrir og birt nýverið ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. Þar segir m.a. að húsið sem um ræði sé steypt, tvílyft hús sem byggt var árið 1958. Heilsugæslan sem var áður í húsinu er nú flutt í nýtt húsnæði í Skógarhlíð og því engin starfsemi í því í dag.

Í hverfisskipulagi fyrir Hlíðar, sem er í samþykktarferli, er fjallað um að þarna þurfi að lagfæra lóðina og útbúa gott dvalarsvæði í stað bílastæðis sem er þar í dag. „Fordæmi er fyrir því að hafa leikskóla á íbúðarsvæði enda fellur starfsemi leikskóla undir grunnþjónustu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. „Jákvætt er tekið í erindið,“ segir svo í niðurstöðu hans.

Ríkiskaup auglýstu Drápuhlíð 14–16 til sölu í sumarbyrjun og var uppsett verð á þessari rúmlega 800 fermetra eign tæpar 400 milljónir króna. Eignin var fljótlega seld, en með fyrirvara.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár