Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar

Hjalla­stefn­an hef­ur hug á að reka leik­skóla að Drápu­hlíð 14–16, í hús­næði sem þar til ný­ver­ið hýsti Heilsu­gæsl­una Hlíð­um.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar
Til þjónustu Að Drápuhlíð 14-16 var heilsugæslustöð rekin í mörg ár en hún hefur nú flutt og húsið, sem er rúmlega 800 fermetrar, staðið autt síðan. Það var boðið til sölu í júní. Mynd: Ríkiskaup

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í erindi Hjallastefnunnar um rekstur leikskóla í einbýlishúsi við Drápuhlíð sem þar til nýverið hýsti Heilsugæsluna Hlíðum.

Hjallastefnan ehf., sem rekur sautján leik- og grunnskóla um allt land, sendi í maí skipulagsfulltrúa fyrirspurn um breytingu á notkun Drápuhlíðar 14–16 úr heilsugæslu í leikskóla. Fyrirspurnin var tekin fyrir og birt nýverið ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. Þar segir m.a. að húsið sem um ræði sé steypt, tvílyft hús sem byggt var árið 1958. Heilsugæslan sem var áður í húsinu er nú flutt í nýtt húsnæði í Skógarhlíð og því engin starfsemi í því í dag.

Í hverfisskipulagi fyrir Hlíðar, sem er í samþykktarferli, er fjallað um að þarna þurfi að lagfæra lóðina og útbúa gott dvalarsvæði í stað bílastæðis sem er þar í dag. „Fordæmi er fyrir því að hafa leikskóla á íbúðarsvæði enda fellur starfsemi leikskóla undir grunnþjónustu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. „Jákvætt er tekið í erindið,“ segir svo í niðurstöðu hans.

Ríkiskaup auglýstu Drápuhlíð 14–16 til sölu í sumarbyrjun og var uppsett verð á þessari rúmlega 800 fermetra eign tæpar 400 milljónir króna. Eignin var fljótlega seld, en með fyrirvara.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár