Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar

Hjalla­stefn­an hef­ur hug á að reka leik­skóla að Drápu­hlíð 14–16, í hús­næði sem þar til ný­ver­ið hýsti Heilsu­gæsl­una Hlíð­um.

Vilja leikskóla í stað heilsugæslunnar
Til þjónustu Að Drápuhlíð 14-16 var heilsugæslustöð rekin í mörg ár en hún hefur nú flutt og húsið, sem er rúmlega 800 fermetrar, staðið autt síðan. Það var boðið til sölu í júní. Mynd: Ríkiskaup

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í erindi Hjallastefnunnar um rekstur leikskóla í einbýlishúsi við Drápuhlíð sem þar til nýverið hýsti Heilsugæsluna Hlíðum.

Hjallastefnan ehf., sem rekur sautján leik- og grunnskóla um allt land, sendi í maí skipulagsfulltrúa fyrirspurn um breytingu á notkun Drápuhlíðar 14–16 úr heilsugæslu í leikskóla. Fyrirspurnin var tekin fyrir og birt nýverið ásamt umsögn skipulagsfulltrúa. Þar segir m.a. að húsið sem um ræði sé steypt, tvílyft hús sem byggt var árið 1958. Heilsugæslan sem var áður í húsinu er nú flutt í nýtt húsnæði í Skógarhlíð og því engin starfsemi í því í dag.

Í hverfisskipulagi fyrir Hlíðar, sem er í samþykktarferli, er fjallað um að þarna þurfi að lagfæra lóðina og útbúa gott dvalarsvæði í stað bílastæðis sem er þar í dag. „Fordæmi er fyrir því að hafa leikskóla á íbúðarsvæði enda fellur starfsemi leikskóla undir grunnþjónustu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa. „Jákvætt er tekið í erindið,“ segir svo í niðurstöðu hans.

Ríkiskaup auglýstu Drápuhlíð 14–16 til sölu í sumarbyrjun og var uppsett verð á þessari rúmlega 800 fermetra eign tæpar 400 milljónir króna. Eignin var fljótlega seld, en með fyrirvara.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár