Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ráðuneytið skoraði á Ísrael

Færsla ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem her­nám Ísra­els í Palestínu var sagt ólög­legt, var frá reikn­ingi ráðu­neyt­is­ins sjálfs en ekki Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ráð­herra.

Ráðuneytið skoraði á Ísrael
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Færsla utanríkisráðuneytisins þar sem skorað var á Ísrael að hætta að brjóta alþjóðalög voru skilaboð frá ráðuneytinu. Mynd: Golli

Utanríkisráðuneytið birti færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraels í Palestínu var sagt ólöglegt og eru það skilaboð frá ráðuneytinu. Færslan var ekki birt á samfélagsmiðlum utanríkisráðherra.

Færsla ráðuneytisins birtist á X, sem áður hér Twitter, á laugardag og var hún viðbrögð við úrskurði Alþjóðadómstólsins í síðustu viku þar sem Ísrael var sagt innlima palestínsk landsvæði og mismuna palestínsku fólki.

„Ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins er skýrt,“ segir í færslu ráðuneytisins í þýðingu blaðamanns. „Áframhaldandi hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem er ólöglegt og það eru einnig landnámsaðgerðir þess. Ísland skorar á Ísrael að stöðva allar aðgerðir sem brjóta í bága við alþjóðalög.“

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar til upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins kemur fram að skilaboðin séu frá ráðuneytinu.

„Ráðherra er sjálf með tístreikning þar sem hún setur fram skilaboð í eigin nafni og embættisins“

„Ráðherra er sjálf með tístreikning þar sem hún setur fram skilaboð í eigin nafni og embættisins,“ segir í svarinu. Þegar færslur eru settar út á X reikningi ráðuneytisins eru það skilaboð frá ráðuneytinu.“

Skilaboðin til alþjóðasamfélagsins 

Í svarinu kom einnig fram að ákvörðun um birtingu efnis á samfélagsmiðlum sé tekin af skrifstofustjórum sem fara með málefnið sem um ræðir í samvinnu við ráðherraskrifstofu og upplýsingadeild. „Hvaða miðill er notaður ræðst af því hver markhópurinn er, ef skilaboðin eru til alþjóðasamfélagsins er notast við X, eigi þau sérstaklega erindi við Íslendinga er notast við Facebook síðu ráðuneytisins,“ segir í svarinu.

„Ef skilaboðin eru til alþjóðasamfélagsins er notast við X“

Þórdís Kolbrún hefur öðru hverju tjáð sig á X um hernað Ísraels í Palestínu undanfarin misseri. Nú síðast 10. maí sagði hún Ísland styðja tveggja ríkja lausn þar sem „bæði Ísrael og Palestína færu að alþjóðalögum og virtu tilvistarrétt hvors annars.“

Þann 7. maí sagði hún Ísland hvetja Ísrael til að stöðva „aðgerðir sínar í Rafah, þar sem meiriháttar áras mundi valdi ómælanlegum þjáningum.“ Þá hvatti hún til þess að Hamas og Ísrael samþykktu vopnahlé. Hafði Hamas samþykkt tillögu um vopnahlé daginn áður sem Ísrael hafnaði.

Byggðum viðhaldið í bága við alþjóðalög

Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði á föstudag að vera Ísraels í Palestínu væri ólögleg og að henni ætti að ljúka „eins fljótt og auðið er“. Úrskurðurinn er ráðgefandi og ekki bindandi og byggir á máli sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti fram árið 2022.

Ísrael er sagt brjóta gegn Genfarsáttmálanum með framferði sínu, að stefna Ísraels á svæðum Palestínu sé ígildi innlimunar svæðanna og að Ísrael mismuni palestínsku fólki á svæðunum.

„Byggðir Ísraels á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, og stjórnin sem fylgir þeim, hafa verið settar upp og er viðhaldið í bága við alþjóðalög,“ kom fram í niðurstöðu 15 manna dómstólsins, að því fram kom á fréttamiðlinum Al Jazeera.

Suður-Afríka rekur annað mál fyrir dómstólnum þar sem því er haldið fram að Ísrael fremji þjóðarmorð með hernaði sínum á Gaza. Bráðabirgðarniðurstaða hefur þegar verið birt í málinu og skipaði dómstóllinn Ísrael að koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja það að hjálpargögn berist íbúum Gaza.

Athugasemd: Eftir birtingu fréttarinnar barst árétting frá ráðuneytinu þar sem bent var á að ráðherra bæri ábyrgð á því efni sem kemur frá ráðuneytinu.

„Færslan var borin undir ráðherra og ráðherra ber ábyrgð á því sem sett er fram í nafni ráðuneytisins,“ segir í uppfærðu svari frá ráðuneytinu. „Við fylgjumst með viðbrögðum við álitinu og skoðum í framhaldinu frekari viðbrögð.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
„Ég var bara glæpamaður“
6
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár