Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðuneytið skoraði á Ísrael

Færsla ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem her­nám Ísra­els í Palestínu var sagt ólög­legt, var frá reikn­ingi ráðu­neyt­is­ins sjálfs en ekki Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ráð­herra.

Ráðuneytið skoraði á Ísrael
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Færsla utanríkisráðuneytisins þar sem skorað var á Ísrael að hætta að brjóta alþjóðalög voru skilaboð frá ráðuneytinu. Mynd: Golli

Utanríkisráðuneytið birti færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hernám Ísraels í Palestínu var sagt ólöglegt og eru það skilaboð frá ráðuneytinu. Færslan var ekki birt á samfélagsmiðlum utanríkisráðherra.

Færsla ráðuneytisins birtist á X, sem áður hér Twitter, á laugardag og var hún viðbrögð við úrskurði Alþjóðadómstólsins í síðustu viku þar sem Ísrael var sagt innlima palestínsk landsvæði og mismuna palestínsku fólki.

„Ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins er skýrt,“ segir í færslu ráðuneytisins í þýðingu blaðamanns. „Áframhaldandi hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem er ólöglegt og það eru einnig landnámsaðgerðir þess. Ísland skorar á Ísrael að stöðva allar aðgerðir sem brjóta í bága við alþjóðalög.“

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar til upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins kemur fram að skilaboðin séu frá ráðuneytinu.

„Ráðherra er sjálf með tístreikning þar sem hún setur fram skilaboð í eigin nafni og embættisins“

„Ráðherra er sjálf með tístreikning þar sem hún setur fram skilaboð í eigin nafni og embættisins,“ segir í svarinu. Þegar færslur eru settar út á X reikningi ráðuneytisins eru það skilaboð frá ráðuneytinu.“

Skilaboðin til alþjóðasamfélagsins 

Í svarinu kom einnig fram að ákvörðun um birtingu efnis á samfélagsmiðlum sé tekin af skrifstofustjórum sem fara með málefnið sem um ræðir í samvinnu við ráðherraskrifstofu og upplýsingadeild. „Hvaða miðill er notaður ræðst af því hver markhópurinn er, ef skilaboðin eru til alþjóðasamfélagsins er notast við X, eigi þau sérstaklega erindi við Íslendinga er notast við Facebook síðu ráðuneytisins,“ segir í svarinu.

„Ef skilaboðin eru til alþjóðasamfélagsins er notast við X“

Þórdís Kolbrún hefur öðru hverju tjáð sig á X um hernað Ísraels í Palestínu undanfarin misseri. Nú síðast 10. maí sagði hún Ísland styðja tveggja ríkja lausn þar sem „bæði Ísrael og Palestína færu að alþjóðalögum og virtu tilvistarrétt hvors annars.“

Þann 7. maí sagði hún Ísland hvetja Ísrael til að stöðva „aðgerðir sínar í Rafah, þar sem meiriháttar áras mundi valdi ómælanlegum þjáningum.“ Þá hvatti hún til þess að Hamas og Ísrael samþykktu vopnahlé. Hafði Hamas samþykkt tillögu um vopnahlé daginn áður sem Ísrael hafnaði.

Byggðum viðhaldið í bága við alþjóðalög

Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði á föstudag að vera Ísraels í Palestínu væri ólögleg og að henni ætti að ljúka „eins fljótt og auðið er“. Úrskurðurinn er ráðgefandi og ekki bindandi og byggir á máli sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna setti fram árið 2022.

Ísrael er sagt brjóta gegn Genfarsáttmálanum með framferði sínu, að stefna Ísraels á svæðum Palestínu sé ígildi innlimunar svæðanna og að Ísrael mismuni palestínsku fólki á svæðunum.

„Byggðir Ísraels á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, og stjórnin sem fylgir þeim, hafa verið settar upp og er viðhaldið í bága við alþjóðalög,“ kom fram í niðurstöðu 15 manna dómstólsins, að því fram kom á fréttamiðlinum Al Jazeera.

Suður-Afríka rekur annað mál fyrir dómstólnum þar sem því er haldið fram að Ísrael fremji þjóðarmorð með hernaði sínum á Gaza. Bráðabirgðarniðurstaða hefur þegar verið birt í málinu og skipaði dómstóllinn Ísrael að koma í veg fyrir þjóðarmorð og tryggja það að hjálpargögn berist íbúum Gaza.

Athugasemd: Eftir birtingu fréttarinnar barst árétting frá ráðuneytinu þar sem bent var á að ráðherra bæri ábyrgð á því efni sem kemur frá ráðuneytinu.

„Færslan var borin undir ráðherra og ráðherra ber ábyrgð á því sem sett er fram í nafni ráðuneytisins,“ segir í uppfærðu svari frá ráðuneytinu. „Við fylgjumst með viðbrögðum við álitinu og skoðum í framhaldinu frekari viðbrögð.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár