Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Tæplega 600 sem vilja nýta skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli

Upp úr ósætti við gjald­skyldu á bíla­stæð­um við Eg­ils­staða­flug­völl hef­ur sprott­ið Face­book-hóp­ur sem hef­ur það markmið að gera fólki kleift að skipt­ast á að skutla hvoru öðru til og frá flug­vell­in­um. Á tæpri viku hef­ur á sjötta hundrað manns geng­ið í hóp­inn.

Tæplega 600 sem vilja nýta skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli
Gjaldskylda Myndin er af Reykjavíkurflugvelli þar sem einnig er rukkað fyrir það að leggja í bílastæði. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tæplega 600 manns hafa nú skráð sig í Facebook-hópinn „Skutl til og frá Egilsstaðaflugvelli.“ Tilgangur hópsins, sem var stofnaður 16. júlí síðastliðinn, er að komast hjá því að greiða bílastæðagjöld við Egilsstaðaflugvöll, með því að skiptast á að skutla og sækja farþega út á völl. 

Austurfrétt greindi fyrst frá.

Í júní kom Isavia á gjaldskyldum á bílastæðum við flugvellina á Egilsstöðum, í Reykjavík og á Akureyri. Þeir sem stoppa á Egilsstaðaflugvelli lengur en í 14 klukkutíma þurfa að greiða 1750 króna daggjald fyrir stæðið. Fyrstu vikuna er sólarhringsgjaldið þessar 1750 krónur, en 1350 krónur vikuna þar á eftir og þriðju vikuna 1200 krónur.

Sveitarfélög á Austurlandi reyndu með ályktunum að koma í veg fyrir gjaldtökuna og stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fór fram á að hætt yrði við áformin. Var þar meðal annars bent á að bílarnir væru lagðir á ómalbikuðum malarstæðum sem væru ekki skipulögð sem bílastæði.

Sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna í Múlaþingi kallaði gjaldtökuna landsbyggðarskatt en oddviti Miðflokksins sagðist frekar vilja vera settur í járn en að greiða þennan auka ferðakostnað.

Gæti verið töluverður sparnaður að nýta sér hópinn

Austfirðingar og þeir sem sækja Egilsstaði heim virðast þó ekki deyja ráðalausir í viðleitni sinni að komast hjá því að greiða þessi óvinsælu bílastæðagjöld. Í stað þess að borga hyggst fólk skiptast á að keyra hvort annað til og frá flugvellinum í gegnum Facebook-hópinn. 

Stofnandi hópsins er Sveinn Snorri Sveinsson sem segir í samtali við Austurfrétt að ástæðan að baki hópnum hafi verið ósætti hans í garð bílastæðagjaldanna. Hann segist vonast til að taki nógu margir þátt geti íbúar á svæðinu komist til og frá vellinum ókeypis og mótmælt gjaldtökunni um leið. 

„Aðalatriðið í svona hóp er að viðhaldi traustinu milli þeirra sem eru með. Það þarf aðeins eitt skipti þar sem ekki er staðið við sitt til að þurrka út traust á hópnum svo það þarf að passa vel. En á hinn bóginn getur þetta verið töluverður sparnaður fyrir þá sem þurfa oft í flug eða þurfa að vera lengi burtu fyrir utan auðvitað að sýna Isavia að við hér austanlands getum alveg staðið saman þegar á þarf að halda. Ég vona sannarlega að þetta gangi upp og hvet alla til að koma með okkur,“ segir Sveinn Snorri við Austurfrétt.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓBB
    Ólafur Bjarni Bjarnason skrifaði
    Það gæti veri gustuga verk hjá Egilsstaða strætó að koma við á flugvellinum. Vera fyrstir að koma á almennilegum almenningssamgöngum til og frá flugvelli.
    2
  • GS
    Gísli Sveinsson skrifaði
    Þetta er flott hjá Isavia þú leggur ekki frítt neinstaðar á flugvöllum í kringum okkur og þetta fær Íslenska Þverhausa til að samnýta bilana og gerast vistvænni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu