Mikil umræða hefur átt sér stað um skýrslu sem fjallar um stöðu drengja í menntakerfinu og þær niðurstöður sem þar voru settar fram.
Kynning á niðurstöðum úttektarinnar fór fram þann 6. júní síðastliðinn í fundarsal mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þótti mörgum vel hafa tekist til við að leggja heildrænt mat á hvernig komið væri fyrir drengjum í íslenska skólakerfinu og lofuðu höfund fyrir að hafa miðlað afrakstri umfangsmikillar greiningarvinnu með skýrum og skilmerkilegum hætti.
Ráðherrarnir tveir, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu skýrsluna sýna fram á að vandinn sem stæði að drengjum í skólakerfinu væri skýr og áríðandi, og að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða til að takast á við ört versnandi stöðu.
Viðbrögðin hafa þó ekki aðeins verið jákvæð. Ýmsir hafa gagnrýnt úttektina, bæði á umræðuþráðum á samfélagsmiðlum og skoðanapistlum í fjölmiðlum. Nær sú gagnrýni til þátta á borð …
Athugasemdir (2)