Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu umdeild á meðal skólafólks

Tryggvi Hjalta­son fékk 17 millj­ón­ir fyr­ir gerð skýrslu um stöðu drengja í skóla­kerf­inu. Skýrsl­an hef­ur ver­ið um­deild á með­al skóla­fólks, sem gagn­rýn­ir að­ferða­fræð­ina, val á við­mæl­end­um, sam­an­burð við önn­ur gögn og túlk­un á nið­ur­stöð­um. Sjálf­ur seg­ir höf­und­ur­inn að skýrsl­an sé hvorki upp­haf né end­ir á um­ræð­unni.

Skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu umdeild á meðal skólafólks
Sitt sýnist hverjum Margir hafa lofað skýrslu Tryggva fyrir að gera yfirgripsmiklu efni skýr skil. Aðrir segja hins vegar að skýrslan sé á köflum villandi og nálgun hennar einfaldi um of flókin vanda sem steðjar að menntakerfinu. Mynd: /Stjórnarráð Íslands

Mikil umræða hefur átt sér stað um skýrslu sem fjallar um stöðu drengja í menntakerfinu og þær niðurstöður sem þar voru settar fram. 

Kynning á niðurstöðum úttektarinnar fór fram þann 6. júní síðastliðinn í fundarsal mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þótti mörgum vel hafa tekist til við að leggja heildrænt mat á hvernig komið væri fyrir drengjum í íslenska skólakerfinu og lofuðu höfund fyrir að hafa miðlað afrakstri umfangsmikillar greiningarvinnu með skýrum og skilmerkilegum hætti.  

Ráðherrarnir tveir, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu skýrsluna sýna fram á að vandinn sem stæði að drengjum í skólakerfinu væri skýr og áríðandi, og að stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða til að takast á við ört versnandi stöðu. 

Viðbrögðin hafa þó ekki aðeins verið jákvæð. Ýmsir hafa gagnrýnt úttektina, bæði á umræðuþráðum á samfélagsmiðlum og skoðanapistlum í fjölmiðlum. Nær sú gagnrýni til þátta á borð …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Egill Másson skrifaði
    Góð umfjöllun. Tryggvi er að lyfta Grettistaki með þessari rannsókn. Það væri óskandi að þessi umræða kæmi frá kennslufræðingum en því miður er það ekki raunin.
    -1
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    Hvernig dettur ráðherrum í hug að borga háar upphæðir fyrir skýrslur um menntamál sem ekki uppfylla akademísk skilyrði um rannsóknir og greiningu?
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár