Heimspekingurinn Jón Ólafsson, prófessor við hugvísindasvið HÍ, og blaðamaðurinn og undirrituð (Auður) voru ósammála um álitamál varðandi hlutverk og aðkomu blaðamanna og fræðimanna í kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til forseta. Bæði skrifuðu greinar í aðdraganda kosninga; Auður gagnrýndi birtingarmynd og aðstæður framboðsins en Jón skrifaði grein þar sem hann varaði við kvenfyrirlitningu í gagnrýni á téðan frambjóðanda.
Auður skrifaði aðra grein og taldi Jón hafa áður tengt hagsmuni sína við frambjóðandann og gæti því ekki birst sem hlutlaus sérfræðingur í málum sem þessum. En Katrín hefði sem forsætisráðherra beðið Jón um að leiða starfshóp um traust á stjórnmálum auk þess að hann hefði áður leitt verkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð – sem fékk 150 milljóna króna öndvegisstyrk frá Rannís yfir 3 ára tímabil á sama tíma og til stóð að endurskoða stjórnarskrá Íslands í samstarfi allra flokka, samkvæmt áætlun forsætisráðherrans Katrínar. En eitt af viðfangsefnum verkefnisins var …
Athugasemdir (4)