Salka er fjörutíu og þriggja ára leikskáld og þýðandi sem hefur verið sjálfstætt starfandi nánast alla sína vinnutíð, en er nú á leið í fast hlutastarf. Salka á tvö börn ein – og það viljandi. Hún kallar sig sólómömmu: „ ... af því að þetta er glæsilegt sólóverkefni,“ að sögn hennar sem á erfitt með orðið einstök móðir – orðið sem er oftast notað fyrir konur sem hafa kosið að eignast börn einar.
„Mér finnst það hljóma eins og ég eigi við djúpstæðan heilsufarsvanda að stríða. En einstæð finnst mér hafa svo þunglyndislegan hljóm. Það minnir á orðið einstæðingur.“
Bjó hjá foreldrum með barnið
Börnin hennar verða sex og tveggja ára í sumar en Salka segir að reynsla hennar sé sú að hún hefði hefði ekki getað gert þetta fjárhagslega án baklands. „Þegar eldri strákurinn minn fæddist bjuggum við hjá mömmu og pabba í eitt og …
Athugasemdir (1)