Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Stefna Vinnslustöðinni svo bæjarbúar greiði ekki tjónið

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja sam­þykkti í dag að höfða skaða­bóta­mál á hend­ur Vinnslu­stöð­inni hf. vegna tjóns sem varð á vatns­lögn­inni milli lands og Eyja síð­ast­lið­ið haust. Vinnslu­stöð­in neit­ar að bæta meira en það sem trygg­ing­ar fé­lags­ins dekka. Hátt í tveggja millj­arða króna kostn­að­ur lend­ir að óbreyttu á íbú­um í Vest­manna­eyj­um.

Stefna Vinnslustöðinni svo bæjarbúar greiði ekki tjónið
Bæjarstjórinn og útgerðarmaðurinn Bæjarráð Vestmannaeyja segist stefna Vinnslustöðinni þar sem ekkert hafi gengið að fá fyrirtækið eða tryggingafélag þess til að bera kostnað vegna tjóns á vatnslögninni í Eyjum. Vinnslustöðin hefur viðurkennt bótaskyldu en mun að óbreyttu ekkert greiða vegna tjónsins og tryggingarfélag útgerðarinnar einungis greiða lítinn hluta tjónsins. Eyjamenn sitja að óbreyttu uppi með rest. Mynd: Samsett / Heimildin

Vestmannaeyjabær ásamt HS-Veitum hefur falið lögmanni sínum að stefna Vinnslustöðinni í Eyjum til greiðslu tjóns sem varð þegar eitt af skipum félagsins skemmdi vatnslögn í eigu bæjarins í nóvember síðastliðin. Kostnaður vegna tjónsins gæti numið allt að tveimur milljörðum króna. 

Vinnslustöðin hefur hafnað því að greiða fyrir tjónið, umfram það sem tryggingar fyrirtækisins dekka. Sú upphæð er um 370 milljónir króna. Ástæða þess að ekki fæst meira upp í tjónið er ákvæði siglingalaga sem kveður á um hámarkstjónagreiðslur. 

„Það eru þannig hagsmunir í gangi að við eigum engan annan kost en þann að stefna þessum aðilum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstóri Vestmannaeyja, í samtali við Heimildina, að loknum bæjarráðsfundi í dag þar sem stefnan var samþykkt.

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti málshöfðunina einróma á fundi í dag. Lögmanni bæjarins fékk þar með umboð til að stefna Vinnslustöðinni og tryggingafélagi þess til greiðslu alls tjónskostnaðarins, sem hlaust af því þegar akkeri eins skipa Vinnslustöðvarinnar stórskemmdi einu vatnslögnina til Eyja í nóvember síðastliðnum. 

„Það eru þannig hagsmunir í gangi að við eigum engan annan kost en þann að stefna þessum aðilum.“
Íris Róbertsdóttir,
bæjarstóri Vestmannaeyja.

Að óbreyttu munu útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum bera tjónið, sem nemur allt að helmingi árlegra útsvarsgreiðslna bæjarbúa. 

„Við værum að bregðast skyldum okkar ef við sættum okkur við það að láta bæjarbúa sitja uppi með að lágmarki eins og hálfs milljarðs króna tjón sem fyrirtækið er búið að gangast við ábyrgð á og viðurkenna bótaskyldu sína vegna þess,“ segir Íris. 

Forsvarsmenn bæjarins hafa árangurslaust fundað með forystumönnum Vinnslustöðvarinnar sem hafna því alfarið að bera kostnað af tjóninu, umfram það sem lögbundnar tryggingar þeirra gera ráð fyrir. Vinnslustöðin viðurkenndi bótaskyldu í málinu, en hefur hafnað kröfum bæjarins um að greiða meira en tryggingar fyrirtækisins greiða.

Bærinn betur tryggt sig

Vinnslustöðin kynnti nýlega metuppgjör fyrirtækisins, fjögurra milljarða króna hagnað á síðasta ári og tæplega eins milljarðs króna arðgreiðslur til hluthafa sinna. Allt að helmingur hagnaðarins var vegna makrílkvóta, sem Vinnslustöðin seldi að stærstum hluta frá Vestmannaeyjum. Stjórnarformaður fyrirtækisins sagði í ræðu á ársfundi félagsins að Vinnslustöðin myndi ekki greiða meira en tryggingar félagsins gerðu. 

Slíkar „umframbætur“ sagði hann án fordæma og umfram skyldur laga. „Vinnslustöðin hefur kappkostað að hafa vátryggingavernd sem uppfyllir allar kröfur sem eðlilegar geti talist,“ sagði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar í ræðu sinni. Hann varpaði svo ábyrgðinni yfir á bæinn þegar hann sagði að ef „eigendur vatnsleiðslunnar hefðu vátryggt vatnsleiðsluna myndi sú vátrygging bæta það tjón umfram hið lögbundna hámark ef tjónið væri hærra“.

Frá aðalfundi VinnslustöðvarinnarGuðmundur Örn Gunnarsson stjórnarformaður í pontu þegar metuppgjör síðasta árs var kynnt.

Íris segir þessi rök ekki halda vatni. 

„Ef að lögin eru þannig að þessir aðilar komist upp með að láta bæjarbúa sitja uppi með þetta tjón, er stór ágalli í lögunum og Alþingi þarf þá að breyta þeim,“ sagði Íris bæjarstjóri spurð um þessi orð stjórnarformannsins. „Við vísum þeirri fullyrðingu líka til föðurhúsanna að það sé okkar að bera tjón sem aðrir valda sannarlega. Það gengur auðvitað engan veginn upp að fyrirtækið stilli þessu þannig upp að bærinn ætti að þurfa að tryggja sig fyrir tjóni sem aðrir valda á eigum bæjarins,“ segir bæjarstjórinn sem leggur áherslu á að það sé langt í frá óskastaða kjörinna fulltrúa bæjarins að þurfa að taka ákvörðun um slíka málshöfðun.

„Við erum að fara í þetta mál af því að við erum tilneydd til þess. Við höfum átt eitt samtal við forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar og tryggingafélagsins og óskuðum eftir að lögmenn bæjarins og þeirra ræddu saman, en því var hafnað af þeirra hálfu. Þá sendum við kröfubréfið, sem þeir hafa hafnað og þannig er þetta það eina í stöðunni.“

Hærra en áður var talið

Páll ErlandForstjóri HS-Veitna segir enn ekki ljóst hversu kostnaðarsamt tjónið á lögninni verður á endanum.

„Eins og staðan er núna er tjónið metið á bilinu 1,5-2 milljarðar króna, en það er auðvitað háð ýmis konar óvissuþáttum,“ sagði Páll Erland forstjóri HS-Veitna í samtali við Heimildina í dag. Enn sé ekki fyllilega ljóst hversu kostnaðarsamt tjónið á lögninni verður á endanum. Óvissan um umfang og þannig kostnað við viðgerðina sem sé bæði tímafrek og vandasöm. 

„Vestmannaeyjabær á neðansjávarlögnina en HS-Veitur eiga og reka vatnsveituna í Eyjum,“ segir Páll. „Eins og staðan er núna fellur þetta tjón á bæinn. Við höfum ásamt þeim átt fundi með fyrirtækinu og tryggingafélagi þess þar sem reynt hefur verið að komast að samkomulagi um greiðslur til að fá allt tjónið bætt en það bar ekki árangur. Það liggur því fyrir að það að höfða mál, sé það eina í stöðunni.“

Flettist afHér má sjá hluta af þeim skemmdum sem urðu á vatnslögninni. Sjá má hvernig nokkur lög af hlífðareinangrun sjálfrar lagnarinnar hafa flest af, eftir akkeri Hugins.

Viðgerð á lögninni er því hreint ekki áhlaupaverk. Undirbúningur hennar og aðgerðin sjálf gæti í heildina tekið  tvö ár, að sögn Páls.

„Það þarf að undirbúa svona aðgerð gríðarlega vel enda er þetta mikil framkvæmd. Það þarf að fá í þetta efni og eins sérstaklega úbúið skip í svona aðgerð, en þau liggja ekki á lausu svona alla jafna. Staðsetning strengsins, þarna á milli lands og Eyja, bætir svo við aukinni áskorun sem er að sæta lagi með tilliti til veður- og sjólags,“ segir Páll og á við að það sé bókstaflega ekki á vísan að róa á, þeim slóðum sem lögnin liggur.

Hann segir stöðuna í dag eins örugga og hún verði miðað við aðstæður. Lögnin sé mikið skemmd á löngum kafla, hafi færst verulega til og farið að leka.

„Það tókst að skorða hana og koma þannig í veg fyrir að hún færi af stað, í vondum veðrum og straumum og lekinn er sem betur fer ekki það mikill að það komi niður á flutningi vatns út í eynna. Það er auðvitað áhyggjuefni að kápan utan um lögnina rifnaði mikið af og á kafla er bert niður á stál í lögninni, það er eðli máls samkvæmt ekki ákjósanlegt í sjó. Þannig að það er og verður mjög vel fylgst með því hvort ástand lagnarinnar breytist og eins hvort hætt sé við að hún færist úr stað,“ segir Páll.

Lífæðin í landAllt vatn sem notað er í Eyjum kemur í gegnum lögn sem liggur úr vatnslindum við Syðstu-Mörk, undir Eyjafjöllunum.

Hvað gerðist?

Það var undir kvöld föstudaginn 17. nóvember síðastliðinn sem skipstjóri Hugins VE varð þess var að skipið missti skyndilega ferð, eins og það er kallað. Skipið hægði snögglega á sér, jafnvel þótt vél þess og skrúfa gengju óbreytt. Skipið var á kunnuglegri leið, farið hana hundruð skipta frá því skipið kom nýtt til Eyja um aldamótin síðustu. Skipstjórinnn í brúnni hafði siglt þessa leið lengur og oftar en skipið og var nú á leiðinni heim með kolmunnafarm af Færeyjarmiðum sem landa átti hjá útgerð skipsins, Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

Það átti fljótlega eftir að koma í ljós að ástæða þes að hægðist svo á ferð Hugins, og hann eiginlega stöðvaðist og fór að reka í átt að landi við nýja hraunið í mynni hafnarinnar í Eyjum, var sú að annað akkeri skipsins hafði losnað úr sæti sínu rétt aftan við stefni skipsins, og farið í sjóinn ásamt tugum metra af áfastri akkeriskeðju. Þegar til botns var komið og skipið hélt áfram ferð sinni, dróst akkerið áfram eftir botninum og hefði sjálfsagt gert alla leið að bryggju, ef ekki hefði verið fyrirstaða á botninum. 

Vatnslögnin milli lands stöðvaði akkerið, eða hægði öllu heldur á því og skipinu. Akkerið dróst áfram, skrapaði og skóf utan af lögninni sem gaf eftir og færðist úr stað, þar til allt var pinnfast. Skipið þar með og þannig fór það að reka í átt til lands. Skipverjar á Hugin brugðust skjótt við þegar í ljós kom að akkerið var farið í hafið; reyndu fyrst að bakka og hífa inn slakann af akkeriskeðjunni, en áttuðu sig á einhverjum tímapunkti á því að það eina í stöðunnni væri að skera á keðjuna og losa þannig hana og akkerið frá skipinu. Hættan á því að skipið ræki í strand og áhöfnin yrði í stór hættu, var þá orðin of mikil.

Fljótlega kom í ljós að fyrirstaðan sem akkerið hafði fengið, var vatnslögnin til Eyja. Skoðun á skemmdum vatnslagnarinnar staðfesti það. Hún sýndi líka að þær gætu haft miklar og alvarlegar afleiðingar í för með sér. Klæðning utan um lögnina, eða kápan sem á að verja hana volkinu í sjónum, var stórskemmd á löngum kafla og farið var að leka úr lögninni, þar sem skemmdirnar voru verstar. Auk þess hafði lögnin dregist til og var þannig ekki lengur skorðuð á botninum. Hættan var því líka sú að í hún færi af stað í næsta óveðri og skemmdist þann enn meira. 

Huginn VE Hér við bryggju í Neskaupstað. Bakborðs-akkerið sést á síðunni við stefni skipsins, en þar er það híft upp í svokallað sæti, sem kemur í veg fyrir að það sláist til og frá. Þessi búnaður er hluti þess sem deilt var um í sjóprófum, og ábyrgð á sama búnaði.

Í enn eitt skiptið á undanförnum árum var lýst yfir almannavarnarástandi á Íslandi. Það hafði svo oft gerst undanfarin ár að ef til vill gerðu ekki allir sér grein fyrir alvarleika málsins. Það gerðu þó Eyjamenn sem vissu að þar með var ein af lífæðum bæjarbúa í hættu. Bókstaflega. Allt vatn sem notað er í Eyjum, kom úr þessari einu lögn. Hún flytur vatn úr tveimur lindum undan Eyjafjöllunum eftir sjávarbotninum og inn í höfnina í Eyjum. Ekki löngu áður en þessar skemmdir urðu á lögninni, hafði Vestmannaeyjabær náð samningum við stjórnvöld um gerð nýrrar vatnslagnar, til vara þessari einu sem fyrir var.

Í fréttatilkynningu sem birt var fjórum mánuðum fyrir atvikið, sagði að „almannavarnasvið ríkislögreglustjóra hafa vakið athygli á að almannavarnaástand geti skapast fljótt ef vatnsleiðsla til Eyja rofnar.“ Sem og blasti nú við. 

Það var snemma ljóst að fara þyrfti út í flóknar og kostnaðarsamar lagfæringar á lögninni. Enginn velktist í vafa um hvar ábyrgðin á þessum skemmdum lá endanlega, hjá eigendum skipsins, Vinnslustöðinni í Eyjum. Hvað hefði valdið því, hvort það var vegna bilunar eða rangs búnaðar, andvaraleysi eða mistaka um borð eða við útgerð skipsins í landi, var svo annað mál. En gat og getur haft áhrif á framhald málsins. 

Útgerð vs áhöfn

Forstjóri Vinnslustöðvarinnar brást við með því að reka skipstjóra og yfirstýrimann Hugins tveimur dögum eftir atvikið. Málið er enn í rannsókn lögreglu í Eyjum, vegna gruns um gáleysi. Ábyrgðin væri þeirra og þeirra einna. Sjómannafélagið í Eyjum og fleiri brugðust við og gagnrýndu forstjórann fyrir að varpa allri ábyrgð á undirmenn sína, án þess að kannað væri hvort ábyrgðin lægi mögulega hjá útgerðinni sjálfri, vegna búnaðar eða frágangs akkerisins á skipinu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, svaraði því og sagði myndbandsupptökur sína að festing sem halda hefði átt keðjunni, og þannig akkerinu, hefði verið opið í margar vikur fyrir óhappið.

„Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst.“

Í sjóprófum stuttu síðar ítrekaði forstjórinn að hann teldi ábyrgðina hvíla fyrst og síðast á herðum karlanna í brúnni, á Hugin.

„Þá hafa bara hérna skipstjórar, skipstjóri og stýrimaður eða skipstjórarnir tveir brugðist því trausti að fylgja sko eftir björgunarbúnaðinum og passa uppá hann að hann sé í lagi (...)Það er á ábyrgð skipstjóra og algjörlega skýrt í mínum huga, það er ábyrgð skipstjóra að hafa þetta klárt og fylgjast með þessu.“ 

Í sjóprófunum kom í ljós að akkeri Hugins hafði ári áður farið í sjóinn án þess að neinn yrði þess var. Þá enda slitnaði akkeriskeðja skipsins. Í sjóprófunum bentu skipstjórnarmennirnir og fyrrum yfirvélstjóri Hugins á að útgerðinni hafi verið gert ljóst að eftir fyrra atvikið hafi keðjan verið of stutt auk þess sem vísbendingar komu fram um að akkerið sem sett var upp í staðinn hefði ekki passað, og jafnvel hafi þurft að sníða af því hluta til að koma því upp í svokallað sæti, sem skorðar það á skipshliðinni.

Þessir þrír úr áhöfninni sögðu allir að hefði verið brugðist við ábendingum þeirra um að lengja hefði þurft í keðjunni, sem í stað þess að vera 220 metrar var innan við 100 metra, hefði mátt forða því mikla tjóni sem varð þegar akkerið tapaðist í fyrra skiptið. Rúmlega tvöfalt lengri og þannig þyngri keðja hefði valdið því að mun fyrr hefði orðið vart við það af hegðun skipsins, hvað hefði gerst, og akkerið þá ekki dregist af stað og á lögnina. Það að ekki hafi gert við keðjuna og hún lengd þegar skipið fór í slipp fyrr þetta sumar, hafi verið á ábyrgð útgerðarinnar.

Úr sjóprófunum

Lögmaður skipstjórans: „[Þ]ú sagðir áðan að búnaðurinn hafi allur verið samþykktur og í lagi, ekki satt ?

Forstjóri VSV: Jú það já það er það.

Lögmaður skipstjóra: „En nú kemur í ljós að önnur keðjan var mun styttri, munar þarna það er svona aðeins deilt um það hvort það voru 90 eða 120 metrar.“

Forstjóri VSV: „Já 100 hef ég heyrt.“

Lögmaður skipstjóra: „Já þýðir það ekki samt að búnaðurinn var ekki í lagi ?

Forstjóri VSV „Jú auðvitað eftir á að hyggja ...“

Viðurkenndu ábyrgð og bótaskyldu

Útgerðin kenndi sumsé skipstjórunum um en þeir vísuðu ábyrgðinni til baka. En hver átti að borga? Útgerðin bar ábyrgð á tjóninu og viðurkenndi það og gekkst við bótaskyldu sinni. Eins og lög gera ráð fyrir er útgerðin og skipið tryggt fyrir tjóni sem það veldur. Hins vegar er hámark á því hversu stórt tjón tryggingafélag skipsins þarf að bæta. Í þessu tilfelli er upphæðin sem tryggingafélag Vinnslustöðvarinnar greiðir 370 milljónir króna, sem er langt frá því að ná upp í kostnaðinn sem eins og áður segir er allt að tveir milljarðar króna.

Ekki náðist í Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóra og einn eiganda Vinnslustöðvarinnar, við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vatnslögnin til Eyja

Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár